Lífið

Trúin skipti sköpum

Vísindakirkjan hjálpaði Travolta að jafna sig eftir dauða sonar hans.
Vísindakirkjan hjálpaði Travolta að jafna sig eftir dauða sonar hans.
Leikarinn John Travolta segir að trúin hafi hjálpað sér að komast yfir dauða sextán ára sonar síns Jett.

„Við unnum að því dag hvern með hjálp kirkjunnar okkar að láta sárin gróa,“ sagði Travolta, sem hefur lengi verið meðlimur í hinni umdeildu Vísindakirkju. „Ég, Kelly og Ella höfum öll lagt mjög hart að okkur og kirkjan hefur hjálpað okkur,“ sagði hann og átti þar við eiginkonu sína Kelly og dóttur þeirra.

Tökum á nýjustu mynd Travolta, From Paris With Love, lauk nokkrum dögum áður en Jett lést eftir flog þann 2. janúar á Bahamaeyjum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.