Lífið

Erfingi lést

Casey Johnson, erfingi að hreinlætis- og snyrtivörufyrirtækinu Johnson & Johnson, fannst látin á heimili sínu þrítug að aldri.
Casey Johnson, erfingi að hreinlætis- og snyrtivörufyrirtækinu Johnson & Johnson, fannst látin á heimili sínu þrítug að aldri.
Johnson & Johnson-erfinginn Casey Johnson fannst látin í íbúð sinni í Los Angeles í gær. Johnson var aðeins þrítug að aldri og hafði verið látin í einhvern tíma þegar hún fannst. Stúlkan var æskuvinkona Hilton-systranna og var einnig góð vinkona Nicole Richie en náði aldrei sömu frægð og vinkonur hennar. Johnson átti í sambandi við Courtenay Semel, dóttur forstjóra Yahoo, en Semel var á tíma orðuð við leikkonuna Lindsay Lohan.

Johnson skilur eftir sig eina dóttur, Ava Marylin, sem hún ættleiddi árið 2007 frá Kasakstan. Foreldrar Johnson hafa nú umsjá með barninu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.