Johnson & Johnson-erfinginn Casey Johnson fannst látin í íbúð sinni í Los Angeles í gær. Johnson var aðeins þrítug að aldri og hafði verið látin í einhvern tíma þegar hún fannst. Stúlkan var æskuvinkona Hilton-systranna og var einnig góð vinkona Nicole Richie en náði aldrei sömu frægð og vinkonur hennar. Johnson átti í sambandi við Courtenay Semel, dóttur forstjóra Yahoo, en Semel var á tíma orðuð við leikkonuna Lindsay Lohan.
Johnson skilur eftir sig eina dóttur, Ava Marylin, sem hún ættleiddi árið 2007 frá Kasakstan. Foreldrar Johnson hafa nú umsjá með barninu.
Erfingi lést
