Hin óþekkta Shellie Doreen Smith hefur gert kröfu í þrotabú Micheals Jackson. Hún segist hafa verið gift söngvaranum á áttunda áratugnum og fer fram á framfærslu úr þrotabúinu.
Smith lagði fram í gær skjöl sem styðja málstað hennar, en í samtali við fréttamiðilinn TMZ segist hún ekki muna nógu vel hvenær þau voru gift, en hún er handviss um að það var einhvern tíma á áttunda áratugnum.
Þá segir hún að athöfnin hafi verið falleg og farið fram á hóteli í New York. Einu vitnin samkvæmt henni voru starfsmenn hótelsins. Nýjustu fréttir herma að hún geti ekki búist við miklu úr þrotabúi poppkóngsins.