Innlent

Bæjarstjórinn stígur til hliðar vegna óróleika meðal sjálfstæðismanna

Mynd/Stefán Karlsson
Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri í Kópavogi, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna vegna komandi bæjarstjórnarkosninga. Ástæðan er óviðunandi togstreita og óróleiki í röðum sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu sem Gunnsteinn segir hafa verið viðvarandi síðan í sumar.

Bæjarstjórinn segir að þetta ástand torveldi allt starf innan flokksins og valdi flokkadráttum á tímum sem samstaða og einhugur sé mikilvægara en nokkuð annað. „Ég get ekki hugsað mér að taka þátt í prófkjöri flokksins við þessar aðstæður," segir í Gunnsteinn í tilkynningu.

Gunnsteinn tók við sem bæjarstjóri í Kópavogi í júní eftir mikinn óróleika í bæjarpólitíkinni sem varð til þess að Gunnar Birgisson lét af embætti bæjarstjóra og tók sér hlé frá störfum sem bæjarfulltrúi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×