Lífið

Magnús verður Íþróttaálfur

Íþróttaálfs-búningurinn lagður til hliðar Magnús Scheving hyggst troða upp sem Íþróttaálfurinn í síðasta sinn opinberlega í Laugardalshöllinni. 
Fréttablaðið/Gva
Íþróttaálfs-búningurinn lagður til hliðar Magnús Scheving hyggst troða upp sem Íþróttaálfurinn í síðasta sinn opinberlega í Laugardalshöllinni. Fréttablaðið/Gva
Magnús Scheving hyggst leika Íþróttaálfinn í Laugardalshöll á hátíð tileinkaðri Latabæ sem haldin verður laugardaginn 27. mars, hugsanlega í síðasta sinn. Síðast lék Magnús þennan síhoppandi karakter í Þjóðleikhúsinu fyrir ellefu árum en hefur reyndar af og til brugðið sér í bláhvíta búninginn í þágu góðs málefnis. „Ég er í alveg ágætis formi en verð samt að taka mig aðeins í gegn. Ég hef vanið mig á að taka armbeygjur og annað slíkt áður en ég fer í flug og þegar ég kem úr flugi þannig að líkaminn er í góðu standi,“ segir Magnús sem er 46 ára gamall.

Magnús viðurkennir að hann hafi átt erfitt með svefn í nótt eftir að hafa tekið þessa ákvörðun. „Maður verður að taka á því á þessum sýningum, maður má ekki svíkja börnin og vera með eitthvert hálfkák.“

Annars hefur Magnús verið óvenju heppinn með meiðsl á sínum langa ferli en upplýsir þó að hann hafi tognað eitt sinn þegar ljósmyndari frá bresku blaði bar kennsl á hann á lestarstöð og vildi endilega fá að smella mynd af honum í hinu fræga spígatt-stökki. „Hann náði þessu aldrei almennilega og ég þurfti að hoppa þrjátíu sinnum og endaði á því að togna heldur illa. Ég hef alltaf verið frá í nokkra daga þegar ég hef tekið þetta stökk síðan þá en maður verður bara láta sig hafa þetta og taka það.“- fgg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.