Jólagjöfin í ár er íslensk lopapeysa Erla Hlynsdóttir skrifar 16. nóvember 2010 11:26 Valinkunnir neyslufrömuðir sem Rannsóknasetur verslunarinnar fékk til liðs við sig hafa valið íslenska lopapeysu sem jólagjöf ársins 2010. Það er nú orðið árvisst að Rannsóknasetrið velji jólagjöf ársins. Á síðasta ári var jólagjöf ársins „jákvæð upplifun" og árið 2008 var það íslensk hönnun. Árin þar áður hafði kveðið við annan tón en árið 2007 var jólagjöf ársins GPS staðsetningartæki og árið 2006 var hún ávaxta- og grænmetispressa. Rökstuðningur dómnefndarinnar fyrir vali á lopapeysu í ár er að lopapeysa er vara semhefur gengið í endurnýjun lífdaga og er í raun orðin meiri tískuvara en nokkru sinni fyrr. Lopapeysa er ekki aðeins algeng hversdagsflík heldur er sífellt algengara að fólk mæti í lopapeysum á mannamótum. Lopi og lopapeysur seljast sem aldrei fyrr. Þannig er oftast þröng á þingi í hannyrðabúðum og þar sem prjónaflíkur eru seldar og prjónablöð og bækur eru ofarlega á metsölulistum bókaverslana. Þá er það mat jólagjafanefndar að lopapeysa falli vel að tíðarandanum. Prjónaskapur er stundaður sem aldrei fyrr, bæði af konum og körlum. Víða hafa orðið til prjónaklúbbar þar sem ekki er aðeins setið og prjónað heldur skiptst á mynstrum og uppskriftum af lopapeysum, hnepptum og heilum, í mismunandi litum og sniðum. Hvar sem fólk kemur saman er prjónað. Einnig er algengt að hefðbundið lopapeysumynstur sé notað í hönnun á öðrum fötum eins og stuttermabolum og ullarjökkum. Mynstrið er einnig notað á sérvéttum og íslenskum skrautmunum af ýmsum gerðum. Neyslufrömuðir Rannsóknarsetursins sem völdu jólagjöfina í ár eru Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, markaðsráðgjafi, Ingibjörg Magnúsdóttir, starfsmaður Neytendasamtakanna, Sævar Kristinsson, framkvæmdastjóri Netspors ehf. og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands Valið var úr miklum fjölda hugmynda sem bárust. Haukur Harðarsson sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins lagði til þá hugmynd sem varð fyrir valinu. Rannsóknarsetrið spáir því að jólaverslunin verði óbreytt að raunvirði frá síðasta ári en vegna verðhækkana verði veltan 4% meiri í krónum talið. Áætlað er að heildarvelta smásöluverslana í nóvember og desember verði tæplega 60 milljarðar króna án virðisaukaskatts. Ætla má að hver Íslendingur verji að meðaltali 39.500 kr. til innkaupa sem rekja má til jólahaldsins. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Valinkunnir neyslufrömuðir sem Rannsóknasetur verslunarinnar fékk til liðs við sig hafa valið íslenska lopapeysu sem jólagjöf ársins 2010. Það er nú orðið árvisst að Rannsóknasetrið velji jólagjöf ársins. Á síðasta ári var jólagjöf ársins „jákvæð upplifun" og árið 2008 var það íslensk hönnun. Árin þar áður hafði kveðið við annan tón en árið 2007 var jólagjöf ársins GPS staðsetningartæki og árið 2006 var hún ávaxta- og grænmetispressa. Rökstuðningur dómnefndarinnar fyrir vali á lopapeysu í ár er að lopapeysa er vara semhefur gengið í endurnýjun lífdaga og er í raun orðin meiri tískuvara en nokkru sinni fyrr. Lopapeysa er ekki aðeins algeng hversdagsflík heldur er sífellt algengara að fólk mæti í lopapeysum á mannamótum. Lopi og lopapeysur seljast sem aldrei fyrr. Þannig er oftast þröng á þingi í hannyrðabúðum og þar sem prjónaflíkur eru seldar og prjónablöð og bækur eru ofarlega á metsölulistum bókaverslana. Þá er það mat jólagjafanefndar að lopapeysa falli vel að tíðarandanum. Prjónaskapur er stundaður sem aldrei fyrr, bæði af konum og körlum. Víða hafa orðið til prjónaklúbbar þar sem ekki er aðeins setið og prjónað heldur skiptst á mynstrum og uppskriftum af lopapeysum, hnepptum og heilum, í mismunandi litum og sniðum. Hvar sem fólk kemur saman er prjónað. Einnig er algengt að hefðbundið lopapeysumynstur sé notað í hönnun á öðrum fötum eins og stuttermabolum og ullarjökkum. Mynstrið er einnig notað á sérvéttum og íslenskum skrautmunum af ýmsum gerðum. Neyslufrömuðir Rannsóknarsetursins sem völdu jólagjöfina í ár eru Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, markaðsráðgjafi, Ingibjörg Magnúsdóttir, starfsmaður Neytendasamtakanna, Sævar Kristinsson, framkvæmdastjóri Netspors ehf. og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands Valið var úr miklum fjölda hugmynda sem bárust. Haukur Harðarsson sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins lagði til þá hugmynd sem varð fyrir valinu. Rannsóknarsetrið spáir því að jólaverslunin verði óbreytt að raunvirði frá síðasta ári en vegna verðhækkana verði veltan 4% meiri í krónum talið. Áætlað er að heildarvelta smásöluverslana í nóvember og desember verði tæplega 60 milljarðar króna án virðisaukaskatts. Ætla má að hver Íslendingur verji að meðaltali 39.500 kr. til innkaupa sem rekja má til jólahaldsins.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira