Innlent

Ætla að kenna Taílendingum íslensku

Wasana Maria Thaisomboon er formaður hins nýstofnaða félags. Hún hefur útbúið kennsluefni sem hægt verður að nýta við íslenskukennslu fyrir Taílendinga.
Wasana Maria Thaisomboon er formaður hins nýstofnaða félags. Hún hefur útbúið kennsluefni sem hægt verður að nýta við íslenskukennslu fyrir Taílendinga.
„Við ætlum að safna peningum til að halda úti kennslu í íslensku fyrir Taílendinga og hjálpa þeim þannig að aðlagast betur að íslenskum vinnumarkaði," segir Wasana Maria Thaisomboon sem er formaður nýstofnaðs félags sem heitir Siam. Að félaginu standa einstaklingar að taílensku ætterni sem hafa búið hér á landi í lengri eða skemmri tíma. Tveir Íslendingar sitja auk þess í fimm manna stjórn félagsins.

Maria hefur útbúið kennsluefni sem hægt verður að nýta. „Við viljum taka þátt í uppbyggingunni og hjálpa atvinnulausum," segir Maria sem búið hefur hér á landi í um 20 ár. Hún fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir tíu árum.

Siam hyggst meðal annars selja boli með vísun í Ísland og safna peningum til að halda starfseminni út. 17. júní hyggst félagið kynna starfsemi sína á bás í miðbænum og bjóða upp á taílenskan mat.

Maria hvetur fólk til að hafa samband og taka þátt í starfinu. Hægt er að senda henni tölvupóst á netfangið wmaria22@hotmail.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×