Innlent

Framburður Hreiðars Más stangast á við aðra

Framburður Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, stangaðist á við framburð annarra einstaklinga sem hafa gefið skýrslu í rannsókn sérstaks saksóknara samkvæmt fréttavef Viðskiptablaðsins sem hefur úrskurð Hæstaréttar undir höndum.

Á vef Viðskiptablaðsins segir ennfremur að embætti sérstaks saksóknara telji að Hreiðar Már, sem var úrskurðaður í 12 daga gæsluvarðhald, sé líklegur til þess að torvelda rannsókn málsins og því hafi verið farið fram á gæsluvarðhald yfir Hreiðari. Hæstiréttur féllst á gæsluvarðhaldið en einn dómari, Jón Steinar Gunnlaugsson, skilaði inn sératkvæði.

Á vef Viðskiptablaðsins segir að í dómnum komi fram að ætluð brot, sem Hreiðar Már er grunaður um, eiga að hafa verið framin á „nokkrum árum og til loka árs 2008".

Málið byggir meðal annars á rannsókn Fjármálaeftirlitsins en kærur bárust til embættis sérstaks saksóknara 13. mars 2009 og 22. mars 2010. Hreiðar Már hefur neitað sök.

Hægt er að nálgast frétt Viðskiptablaðsins hér.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×