Lífið

Borgin styrkir listina

stórsveit Reykjavíkur Tónlistarhópur Reykjavíkur 2010.
stórsveit Reykjavíkur Tónlistarhópur Reykjavíkur 2010.

Styrkveitingar menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar voru tilkynntar í gær. Til ráðstöfunar voru 62 milljónir króna, sem deilast á 91 umsækjanda. Alls bárust 177 umsóknir.

Stórsveit Reykjavíkur var valin Tónlistarhópur Reykjavíkur 2010 og hlýtur styrk upp á tvær milljónir. Sveitin hefur á undanförnum átján árum haldið á annað hundrað tónleika og mun í ár halda áfram að flytja nýja og gamla tónlist með innlendum og erlendum gestum í fremstu röð.

Hæsta styrkinn, 4,5 milljónir. hlaut Nýlistasafnið. Safnið stendur nú á tímamótum, er að flytja í stærra og ódýrara húsnæði að Skúlagötu 28. Í tilefni af því verða haldnar nokkrar athyglisverðar sýningar og sú fyrsta á erindi við skólabörn í borginni: Barnasviðið – skapandi endurnýtingastöð.

Næsthæsta styrkinn, 2,3 m. kr., hlaut Möguleikhúsið sem hefur starfað samfellt frá árinu 1990 og lengi verið eina barnaleikhúsið í höfuðborginni. Á döfinni eru nýjar leiksýningar unnar upp úr íslenskum þjóðararfi.

Styrk upp á tvær milljónir hlutu m.a Íslenski dansflokkurinn, Vesturport og Caput-hópurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.