Lífið

Ungir sýna sig

Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna og stjórnandinn Daníel Bjarnason.
Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna og stjórnandinn Daníel Bjarnason.

Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna er samstarfsverkefni tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu. Á morgun kl. 16 heldur hljómsveitin tónleika í Langholtskirkju þar sem unga kynslóðin sýnir hvað í henni býr.

Ungur trompetleikari, Baldvin Oddsson, verður einleikari með sveitinni. Þótt Baldvin sé aðeins fimmtán ára hefur hann þegar vakið athygli fyrir fágaðan trompetleik. Nú verður hann í aðalhlutverki í hinum goðsögulega trompetkonsert eftir Joseph Haydn.

Þrjú önnur verk verða flutt á tónleikunum. Geimskot, „Lift off“, eftir Russell Peck fyrir þrjá slagverksleikara og níu bassatrommur líkja eftir hljóðheimi geimskips í flugtaki. Ævintýri eitt ég veit eftir Snorra Sigfús Birgisson er samið að beiðni Sinfóníuhljómsveitar tónlistarskólanna fyrir slagverk og þrjú laglínuhljóðfæri. Sinfónía nr. 5 eftir Felix Mendelssohn (Reformation) er samin 1830 í tilefni þess að 300 ár voru liðin frá stofnun mótmælendakirkjunnar í Evrópu. Stjórnandi er Daníel Bjarnason. Á tónleikunum kemur einnig fram sex manna hópur hljóðfæraleikara úr hljómsveitinni og flytur tvö kammerverk undir stjórn Péturs Grétarssonar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.