Lífið

Horfir ekki á Bond

Brosnan hefur aldrei horft á Daniel Craig í hlutverki James Bond.
Brosnan hefur aldrei horft á Daniel Craig í hlutverki James Bond.

Pierce Brosnan hefur aldrei horft á Daniel Craig leika James Bond. Brosnan var á sínum tíma sparkað af framleiðendum Bond og í staðinn tók Craig við keflinu. Hefur hann skilað hlutverkinu með miklum sóma. Þrátt fyrir það hefur Brosnan aldrei séð eftirmann sinn í hlutverkinu, sem var honum mjög kærkomið. „Ég hef ekki séð Daniel í hlutverkinu. Ég reyndi að horfa á Casino Royale í flugvél.

Ég hélt að 37 þúsund fet væru góð fjarlægð frá hlutverkinu en myndin bilaði strax í byrjun. Flugfreyjan kom og lagaði myndina en hún bilaði strax aftur. Ég hugsaði með mér að guðirnir hljóti að vera að segja mér eitthvað. Síðan þá ákvað ég bara að láta málið kyrrt liggja,“ sagði Brosnan. Synir hans tveir sáu hina Bond-myndina, Quantum of Solace, en Brosnan ákvað að halda sig fjarri henni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.