Ásmundur skráði á vef en ekki hagsmunaskrá og lét lagfæra 23. desember 2010 13:02 Ásmundur Einar Daðason ásamt Atla Gíslasyni. Ásmundur Einar Daðason lét hjá líða að greina frá eign sinni í fyrirtæki sem rekur vefverslun með búvörur í hagsmunaskrá Alþingis, en minnist á fyrirtækið á ferilskrá sinni á vef þingsins. Hann kennir gleymsku um og segist hafa nú hafa óskað eftir því að hagsmunaskrá sinni verði breytt og að þar verði settar inn upplýsingar um fyrirtækið og starfsemi þess. Ásmundur Einar á fjórðungshlut í fyrirtækinu Daðason og Biering ehf. sem rekur vefverslunina Ísbú á vefnum ísbú.is. Vefverslunin var áður rekin af fyrirtæki sem var í jafnri eigu Ásmundar Einars og föður hans. Daðason og Biering var stofnað í ágúst síðastliðnum. Ekki kom neitt fram um eignarhlut hans í Daðasyni og Biering ehf. Í hagsmunaskrá þingsins eins og reglur kveða á um en þar eiga þingmenn m.a að skrá upplýsingar um „starfsemi sem unnin er samhliða starfi alþingismanns og er tekjumyndandi fyrir hann eða félag sem hann á sjálfur eða er meðeigandi í." Í samtali við Vísi í gær sagði Ásmundur: „Það vantaði bara þessa einu setningu að ég ætti 25% hlut í fyrirtækinu Daðason og Biering ehf. en ég tók fram á vefnum að ég ræki lítið fyrirtæki tengdu innflutningi á búrekstrarvörum, það vantaði bara þessa litlu klausu í viðbót." Ásmundur er þarna að vísa til ferilskráar sinnar á vef þingsins, en þar segir að Ásmundur sé „sauðfjárbóndi á Lambeyrum í Dalasýslu og rekur þar innflutnings- og sölufyrirtæki með vörur fyrir landbúnað." Hvergi er hins vegar minnst á fyrirtækið í hagsmunaskránni eða eignarhlut í því (23/12 kl. 13:18) Þetta hefur Ásmundur hins vegar lagfært strax og komið á framfæri við starfsfólk þingsins. Ásmundur fór yfir þetta í samtali við fréttastofuna í hádegisfréttunum. „Það kemur fram á vefsíðu Alþingis, það setti ég inn eftir að hafa ráðfært mig við starfsfólk Alþingis. Síðan eignaðist ég ekki formlega hlut í þessu fyrirtæki fyrr en í haust og mér láðist að biðja starfsfólk Alþingis um að [uppfæra hagsmunaskrána] og það verður gert strax í dag," sagði Ásmundur. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Gleymdi að greina frá hagsmunatengslum „Þetta var bara gleymska í mér, ég vona að þetta verði uppfært strax í fyrramálið,“ segir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri-Grænna. Í frétt Stöðvar 2 í kvöld kom fram að Ásmundur Einar stundi atvinnurekstur með þingstörfum og eigi fjórðungshlut í fyrirtæki sem rekur netverslunina Ísbú. 22. desember 2010 20:21 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason lét hjá líða að greina frá eign sinni í fyrirtæki sem rekur vefverslun með búvörur í hagsmunaskrá Alþingis, en minnist á fyrirtækið á ferilskrá sinni á vef þingsins. Hann kennir gleymsku um og segist hafa nú hafa óskað eftir því að hagsmunaskrá sinni verði breytt og að þar verði settar inn upplýsingar um fyrirtækið og starfsemi þess. Ásmundur Einar á fjórðungshlut í fyrirtækinu Daðason og Biering ehf. sem rekur vefverslunina Ísbú á vefnum ísbú.is. Vefverslunin var áður rekin af fyrirtæki sem var í jafnri eigu Ásmundar Einars og föður hans. Daðason og Biering var stofnað í ágúst síðastliðnum. Ekki kom neitt fram um eignarhlut hans í Daðasyni og Biering ehf. Í hagsmunaskrá þingsins eins og reglur kveða á um en þar eiga þingmenn m.a að skrá upplýsingar um „starfsemi sem unnin er samhliða starfi alþingismanns og er tekjumyndandi fyrir hann eða félag sem hann á sjálfur eða er meðeigandi í." Í samtali við Vísi í gær sagði Ásmundur: „Það vantaði bara þessa einu setningu að ég ætti 25% hlut í fyrirtækinu Daðason og Biering ehf. en ég tók fram á vefnum að ég ræki lítið fyrirtæki tengdu innflutningi á búrekstrarvörum, það vantaði bara þessa litlu klausu í viðbót." Ásmundur er þarna að vísa til ferilskráar sinnar á vef þingsins, en þar segir að Ásmundur sé „sauðfjárbóndi á Lambeyrum í Dalasýslu og rekur þar innflutnings- og sölufyrirtæki með vörur fyrir landbúnað." Hvergi er hins vegar minnst á fyrirtækið í hagsmunaskránni eða eignarhlut í því (23/12 kl. 13:18) Þetta hefur Ásmundur hins vegar lagfært strax og komið á framfæri við starfsfólk þingsins. Ásmundur fór yfir þetta í samtali við fréttastofuna í hádegisfréttunum. „Það kemur fram á vefsíðu Alþingis, það setti ég inn eftir að hafa ráðfært mig við starfsfólk Alþingis. Síðan eignaðist ég ekki formlega hlut í þessu fyrirtæki fyrr en í haust og mér láðist að biðja starfsfólk Alþingis um að [uppfæra hagsmunaskrána] og það verður gert strax í dag," sagði Ásmundur. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Gleymdi að greina frá hagsmunatengslum „Þetta var bara gleymska í mér, ég vona að þetta verði uppfært strax í fyrramálið,“ segir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri-Grænna. Í frétt Stöðvar 2 í kvöld kom fram að Ásmundur Einar stundi atvinnurekstur með þingstörfum og eigi fjórðungshlut í fyrirtæki sem rekur netverslunina Ísbú. 22. desember 2010 20:21 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Gleymdi að greina frá hagsmunatengslum „Þetta var bara gleymska í mér, ég vona að þetta verði uppfært strax í fyrramálið,“ segir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri-Grænna. Í frétt Stöðvar 2 í kvöld kom fram að Ásmundur Einar stundi atvinnurekstur með þingstörfum og eigi fjórðungshlut í fyrirtæki sem rekur netverslunina Ísbú. 22. desember 2010 20:21