Innlent

Tveir á slysadeild eftir hópslagsmál

Tveir voru fluttir á slysadeild eftir að hópslagsmál brutust út í Töllakór í Kópavoginum samkvæmt varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.

Slagsmálahundarnir voru ekki illa slasaðir samkvæmt varðstjóra.

Slagsmálin brutust út síðdegis í dag. Þá slógust sjö manns samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni og voru þeir vopnaðir hafnaboltakylfu, hnífi og exi í slagsmálunum.

Sjö aðilar voru handteknir. Ekki er vitað á þessari stundu hvað mönnunum gekk til né um áverka þeirra sem fluttir voru á slysadeild. Þeir aðilar sem hafa verið handteknir eiga sögu hjá lögreglu.

Samkvæmt varðstjóra slökkviliðsins þá var sjúkraflutningamönnum engin hætta búin við störf sín.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×