Innlent

Ráðgátan um falsaða fimmþúsundkallinn upplýst

Fölsun á 5.000 kr. peningaseðli og framvísun hans í verslun á Ísafirði í gær hefur verið upplýst af lögreglunni á Vestfjörðum. Málið kom upp í gær en í tilkynningu frá lögreglu segir að tveir ungir drengir hafi viðurkennt verknaðinn. Að sögn lögreglu verður mál þeirra tilkynnt til barnaverndaryfirvalda.


Tengdar fréttir

Falsaður fimmþúsundkall í umferð

Lögreglunni á Vestfjörðum hefur borist kæra vegna framvísunar 5.000.- kr. peningaseðils sem reyndist falsaður. Í tilkynningu frá lögreglu segir að seðillinn hafi verið afhentur í verslun einni á Ísafirði fyrr í dag. Lögreglan á Vestfjörðum er með málið til rannsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×