Bannað að heita Santa María 23. febrúar 2010 06:00 María Hjálmtýsdóttir er pirruð. Alþjóðlegi matvælarisinn Santa Maria hamast nú á matsölustaðnum á Laugaveginum og meinar honum að heita Santa María. Fréttablaðið/Stefán „Átján mánuðum eftir að við opnuðum fengum við harðort bréf frá íslenskum hæstaréttarlögmanni, sem segir okkur að til að forðast aðgerðir frá umbjóðanda þeirra sem er risafyrirtæki sem selur krukkusósur og tex-mex-dótarí í stórmörkuðum, verðum við að hætta allri notkun á nafninu Santa María," segir María Hjálmtýsdóttir, annar eigenda matsölustaðarins Santa María á Laugavegi. „Þeir halda því fram að val okkar á nafni sé tilraun til að gerast sníkjudýr á viðskiptavild þeirra. Það er náttúrlega algjört bull. Við höfum engan áhuga á að kenna okkur við krukkumat. Við höfum alltaf gefið okkur út fyrir að selja alvöru mexíkóskan mat sem á ekkert skylt við það sem kallast tex-mex og stendur svo rækilega merkt á öllum vörum frá þeim." María segir Santa María-nafnið dæmigert og geti varla talist frumlegt. „Við bentum góðfúslega á að um allan heim væri hellingur af fyrirtækjum og aðilum sem nota nafnið Santa María og þeir gætu líklega komist í enn feitari bita ef þeir tékkuðu á santamaria.com, santamaria.org, santamaria.de, santamaria.es, santamaria.it og svo framvegis. Listinn er endalaus." María segir aðfinnslurnar koma beint frá höfuðstöðvum keðjunnar. „Í síðustu viku kom fulltrúi Santa Maria á Norðurlöndum í heimsókn og var hinn kátasti. Hann kannaðist ekkert við málið og sagði þvert á móti að hann myndi vilja útvega okkur vörur frá fyrirtækinu til að auglýsa þær hjá okkur." Matsölustaðurinn hefur komið til móts við keðjuna. Búið er að taka nafnið úr gluggum og af matseðlum síðan deilurnar hófust. Einnig er búið að taka allt út af léninu www.santa-maria.is. „Þennan samstarfsvilja þakkar keðjan okkur í gegnum lögmannsstofuna, en heimtar svo að til þess að málinu ljúki af þeirra hálfu þá framseljum við þeim lénið og látum afskrá leyfið okkar fyrir nafninu hjá Einkaleyfastofu," segir María og viðurkennir að vera orðin dálítið pirruð á yfirganginum. „Við erum bara litlir gaurar við Laugaveginn sem höfum ekkert efni á að fara í hart við svona flottræfils risafyrirtæki í Evrópu sem beitir fyrir sig uppskrúfuðum hæstaréttarlögmönnum sem varla glittir í mennsku hliðina á. Ég bara veit ekki hvað gerist næst. Hvort við skiptum um nafn eða hvað." Valborg Kjartansdóttir hjá lögfræðiskrifstofunni Sigurjónsson og Thor ehf., sem fer með málið fyrir alþjóðlegu matvælakeðjuna, tjáir sig ekki um það við fjölmiðla. drgunni@frettabladid.is Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira
„Átján mánuðum eftir að við opnuðum fengum við harðort bréf frá íslenskum hæstaréttarlögmanni, sem segir okkur að til að forðast aðgerðir frá umbjóðanda þeirra sem er risafyrirtæki sem selur krukkusósur og tex-mex-dótarí í stórmörkuðum, verðum við að hætta allri notkun á nafninu Santa María," segir María Hjálmtýsdóttir, annar eigenda matsölustaðarins Santa María á Laugavegi. „Þeir halda því fram að val okkar á nafni sé tilraun til að gerast sníkjudýr á viðskiptavild þeirra. Það er náttúrlega algjört bull. Við höfum engan áhuga á að kenna okkur við krukkumat. Við höfum alltaf gefið okkur út fyrir að selja alvöru mexíkóskan mat sem á ekkert skylt við það sem kallast tex-mex og stendur svo rækilega merkt á öllum vörum frá þeim." María segir Santa María-nafnið dæmigert og geti varla talist frumlegt. „Við bentum góðfúslega á að um allan heim væri hellingur af fyrirtækjum og aðilum sem nota nafnið Santa María og þeir gætu líklega komist í enn feitari bita ef þeir tékkuðu á santamaria.com, santamaria.org, santamaria.de, santamaria.es, santamaria.it og svo framvegis. Listinn er endalaus." María segir aðfinnslurnar koma beint frá höfuðstöðvum keðjunnar. „Í síðustu viku kom fulltrúi Santa Maria á Norðurlöndum í heimsókn og var hinn kátasti. Hann kannaðist ekkert við málið og sagði þvert á móti að hann myndi vilja útvega okkur vörur frá fyrirtækinu til að auglýsa þær hjá okkur." Matsölustaðurinn hefur komið til móts við keðjuna. Búið er að taka nafnið úr gluggum og af matseðlum síðan deilurnar hófust. Einnig er búið að taka allt út af léninu www.santa-maria.is. „Þennan samstarfsvilja þakkar keðjan okkur í gegnum lögmannsstofuna, en heimtar svo að til þess að málinu ljúki af þeirra hálfu þá framseljum við þeim lénið og látum afskrá leyfið okkar fyrir nafninu hjá Einkaleyfastofu," segir María og viðurkennir að vera orðin dálítið pirruð á yfirganginum. „Við erum bara litlir gaurar við Laugaveginn sem höfum ekkert efni á að fara í hart við svona flottræfils risafyrirtæki í Evrópu sem beitir fyrir sig uppskrúfuðum hæstaréttarlögmönnum sem varla glittir í mennsku hliðina á. Ég bara veit ekki hvað gerist næst. Hvort við skiptum um nafn eða hvað." Valborg Kjartansdóttir hjá lögfræðiskrifstofunni Sigurjónsson og Thor ehf., sem fer með málið fyrir alþjóðlegu matvælakeðjuna, tjáir sig ekki um það við fjölmiðla. drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira