Bannað að heita Santa María 23. febrúar 2010 06:00 María Hjálmtýsdóttir er pirruð. Alþjóðlegi matvælarisinn Santa Maria hamast nú á matsölustaðnum á Laugaveginum og meinar honum að heita Santa María. Fréttablaðið/Stefán „Átján mánuðum eftir að við opnuðum fengum við harðort bréf frá íslenskum hæstaréttarlögmanni, sem segir okkur að til að forðast aðgerðir frá umbjóðanda þeirra sem er risafyrirtæki sem selur krukkusósur og tex-mex-dótarí í stórmörkuðum, verðum við að hætta allri notkun á nafninu Santa María," segir María Hjálmtýsdóttir, annar eigenda matsölustaðarins Santa María á Laugavegi. „Þeir halda því fram að val okkar á nafni sé tilraun til að gerast sníkjudýr á viðskiptavild þeirra. Það er náttúrlega algjört bull. Við höfum engan áhuga á að kenna okkur við krukkumat. Við höfum alltaf gefið okkur út fyrir að selja alvöru mexíkóskan mat sem á ekkert skylt við það sem kallast tex-mex og stendur svo rækilega merkt á öllum vörum frá þeim." María segir Santa María-nafnið dæmigert og geti varla talist frumlegt. „Við bentum góðfúslega á að um allan heim væri hellingur af fyrirtækjum og aðilum sem nota nafnið Santa María og þeir gætu líklega komist í enn feitari bita ef þeir tékkuðu á santamaria.com, santamaria.org, santamaria.de, santamaria.es, santamaria.it og svo framvegis. Listinn er endalaus." María segir aðfinnslurnar koma beint frá höfuðstöðvum keðjunnar. „Í síðustu viku kom fulltrúi Santa Maria á Norðurlöndum í heimsókn og var hinn kátasti. Hann kannaðist ekkert við málið og sagði þvert á móti að hann myndi vilja útvega okkur vörur frá fyrirtækinu til að auglýsa þær hjá okkur." Matsölustaðurinn hefur komið til móts við keðjuna. Búið er að taka nafnið úr gluggum og af matseðlum síðan deilurnar hófust. Einnig er búið að taka allt út af léninu www.santa-maria.is. „Þennan samstarfsvilja þakkar keðjan okkur í gegnum lögmannsstofuna, en heimtar svo að til þess að málinu ljúki af þeirra hálfu þá framseljum við þeim lénið og látum afskrá leyfið okkar fyrir nafninu hjá Einkaleyfastofu," segir María og viðurkennir að vera orðin dálítið pirruð á yfirganginum. „Við erum bara litlir gaurar við Laugaveginn sem höfum ekkert efni á að fara í hart við svona flottræfils risafyrirtæki í Evrópu sem beitir fyrir sig uppskrúfuðum hæstaréttarlögmönnum sem varla glittir í mennsku hliðina á. Ég bara veit ekki hvað gerist næst. Hvort við skiptum um nafn eða hvað." Valborg Kjartansdóttir hjá lögfræðiskrifstofunni Sigurjónsson og Thor ehf., sem fer með málið fyrir alþjóðlegu matvælakeðjuna, tjáir sig ekki um það við fjölmiðla. drgunni@frettabladid.is Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Fleiri fréttir Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Sjá meira
„Átján mánuðum eftir að við opnuðum fengum við harðort bréf frá íslenskum hæstaréttarlögmanni, sem segir okkur að til að forðast aðgerðir frá umbjóðanda þeirra sem er risafyrirtæki sem selur krukkusósur og tex-mex-dótarí í stórmörkuðum, verðum við að hætta allri notkun á nafninu Santa María," segir María Hjálmtýsdóttir, annar eigenda matsölustaðarins Santa María á Laugavegi. „Þeir halda því fram að val okkar á nafni sé tilraun til að gerast sníkjudýr á viðskiptavild þeirra. Það er náttúrlega algjört bull. Við höfum engan áhuga á að kenna okkur við krukkumat. Við höfum alltaf gefið okkur út fyrir að selja alvöru mexíkóskan mat sem á ekkert skylt við það sem kallast tex-mex og stendur svo rækilega merkt á öllum vörum frá þeim." María segir Santa María-nafnið dæmigert og geti varla talist frumlegt. „Við bentum góðfúslega á að um allan heim væri hellingur af fyrirtækjum og aðilum sem nota nafnið Santa María og þeir gætu líklega komist í enn feitari bita ef þeir tékkuðu á santamaria.com, santamaria.org, santamaria.de, santamaria.es, santamaria.it og svo framvegis. Listinn er endalaus." María segir aðfinnslurnar koma beint frá höfuðstöðvum keðjunnar. „Í síðustu viku kom fulltrúi Santa Maria á Norðurlöndum í heimsókn og var hinn kátasti. Hann kannaðist ekkert við málið og sagði þvert á móti að hann myndi vilja útvega okkur vörur frá fyrirtækinu til að auglýsa þær hjá okkur." Matsölustaðurinn hefur komið til móts við keðjuna. Búið er að taka nafnið úr gluggum og af matseðlum síðan deilurnar hófust. Einnig er búið að taka allt út af léninu www.santa-maria.is. „Þennan samstarfsvilja þakkar keðjan okkur í gegnum lögmannsstofuna, en heimtar svo að til þess að málinu ljúki af þeirra hálfu þá framseljum við þeim lénið og látum afskrá leyfið okkar fyrir nafninu hjá Einkaleyfastofu," segir María og viðurkennir að vera orðin dálítið pirruð á yfirganginum. „Við erum bara litlir gaurar við Laugaveginn sem höfum ekkert efni á að fara í hart við svona flottræfils risafyrirtæki í Evrópu sem beitir fyrir sig uppskrúfuðum hæstaréttarlögmönnum sem varla glittir í mennsku hliðina á. Ég bara veit ekki hvað gerist næst. Hvort við skiptum um nafn eða hvað." Valborg Kjartansdóttir hjá lögfræðiskrifstofunni Sigurjónsson og Thor ehf., sem fer með málið fyrir alþjóðlegu matvælakeðjuna, tjáir sig ekki um það við fjölmiðla. drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Fleiri fréttir Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein