Erlent

Tveir látnir og þrír særðir

Tveir menn létust og þrír særðust þegar vopnaður maður hóf skotárás í gær í skrifstofubyggingu í úthverfi Atlanta í Bandaríkjunum.

Byssumaðurinn flúði á pallbíl, en var handtekinn stuttu síðar. Hann var klæddur felubúningi að hætti hermanna.

Bandarískir fréttamiðlar skýrðu frá þessu í gærkvöld.

Maðurinn var fyrrverandi starfsmaður á bílaleigunni sem hann réðist á. Fjórir þeirra, sem urðu fyrir skotum hans, voru starfsmenn bílaleigunnar, en sá fimmti var viðskiptavinur.

- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×