Lífið

Tólftu tónleikarnir

Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns spilar í Háskólabíói á laugardaginn.
Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns spilar í Háskólabíói á laugardaginn.
Sálin hans Jóns míns, Ingó og Veðurguðirnir, Buff, Jóhanna Guðrún og félagarnir Friðrik Ómar og Jógvan verða á meðal þeirra sem koma fram á tónleikum í Háskólabíói á laugardaginn til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Þetta er í tólfta sinn sem tónleikarnir eru haldnir og eins og áður munu allir sem koma að tónleikunum gefa vinnu sína.

Á undanförnum árum hafa yfir 30 milljónir króna safnast á þessum tónleikum og nú er markmiðið að sú upphæð hækki í 32,5 milljónir króna. Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 16 og fer miðasala fram á Midi.is. Það eru Concert og EB Kerfi sem standa fyrir tónleikunum í samvinnu við Midi.is og Háskólabíó.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.