Kelly Osbourne, sem hætti með unnustanum, fyrirsætunni Luke Worrall, í júlí síðastliðnum, finnst eins og hún sé að breytast í Bridget Jones, sem Renée Zellweger lék eftirminnilega í samnefndum kvikmyndum, því hún er ófullnægð og leitar örvæntingarfull að hinni einu sönnu ást.
Kelly heldur því fram að Luke hafi haldið framhjá henni.
Í dag er hún til í að gefa karlmönnum séns eða með öðrum orðum hún þráir að eignast kærasta.
„Þegar ég horfði á Bridget Jones þá áttaði ég mig á því að ég er í raun og veru hún!" skrifaði Kelly á Twitter síðuna sína.