Lífið

Ísskápur bjargar lífi Úlpumanns

Magnús Leifur laskaður eftir viðureign sína við hlerann.
Magnús Leifur laskaður eftir viðureign sína við hlerann.
„Ég var að taka upp vini mína í hljómsveitinni Blues Willis í Hafnarfirðinum. Við vorum að loka á milli tveggja rýma til að fá hljóð fyrir upptökur. Það þurfti að losa hlera, sem var helvíti mannýgur. Þetta endaði ekki betur en svo að hlerinn snögglosnaði og stoppaði á hausnum á mér. Það var sem betur fer ísskápur þarna sem hlerinn stöðvaðist á því annars hefði ég sennilega bara steindrepist,“ segir Magnús Leifur Sveinsson í hljómsveitinni Úlpu. Betur fór því en áhorfðist. - „Það flettist ofan af höfuðleðrinu og kom gat og það þurfti að sauma. Við sjáum til hvort gatið opni ekki einhverjar víddir bara. Ég er alveg opinn fyrir því að þetta geri eitthvað gott.“

Úlpa gef út þriðju plötuna sína í byrjun desember, Jahilíya. „Við héldum eina tónleika fyrir jól, en höfum svo spilað um hverja helgi síðan um áramót,“ segir Magnús. „Það er eitthvað framundan, en ég ætla að láta sárin gróa og rétta úr bakinu. Ég fékk smá í bakið líka þegar hlerinn skall á mér.“

Hljómsveitin hafði haft hægt um sig um nokkra hríð þegar platan kom út í fyrra. Nú er allt komið á fullt.

„Ég og Bjarni erum tveir upprunalegu meðlimirnir og við erum komnir með tvo góða stóðhesta í bandið, þá Björn „Bassa“ Ólafsson og Magnús Árna Øder. Þeir eru báðir í Benny Crespo‘s Gang líka og það má segja að við njótum góðs af því að Lay Low sé að sinna sólóferlinum núna. Við eigum helling af efni á næstu plötu og erum byrjaðir að undirbúa hana. Hún kemur út á þessu ári.“- drg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.