Bruggar og spilar á horn 24. febrúar 2010 06:00 Sturlaugur er meistari bæði í hornleik og bjórgerð. Hér stendur hann við brugggræjurnar í Ölgerðinni. fréttablaðið/anton Sturlaugur Jón Björnsson er með meistaragráðu í hornleik og starfar sem bruggmeistari hjá Ölgerðinni. Sannarlega óvenjuleg blanda hjá þessum 27 ára Keflvíkingi. Sturlaugur Jón útskrifaðist með meistaragráðu í hornleik frá Boston-háskóla árið 2005 og ætlaði að helga sig tónlistinni. En nú hefur hin ástríðan hans, bjórgerð, tekið yfir því á síðasta ári hélt hann aftur til Bandaríkjanna og lærði bjórgerð í Kaliforníu. Í dag starfar Sturlaugur sem einn af bruggmeisturum Ölgerðarinnar. Hann grípur þó enn þá í hornið og stígur til dæmis á svið í Háskólabíói annað kvöld þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur sinfóníu nr. 7 eftir austurríska tónskáldið Anton Bruckner. Sturlaugur heillaðist upp úr skónum af bjórnum þegar hann dvaldi í Boston og sá að þarna var eitthvað á ferðinni sem hann vildi læra meira um. „Ég var úti í hljóðfæranámi en mestallur tíminn fór í að pæla í bjór,“ segir hann. „Ég hafði lengi haft áhuga á þessu og svo kynntist maður bjórmenningunni, þessari microbrugg-menningu sem er úti í Bandaríkjunum. Margir kannast við þetta eftir að hafa verið í útlöndum. Þetta eru til dæmis lítil brugghús sem oft framleiða og veita á sama stað.“ Hann segir að stundum hafi gætt misskilnings hjá almenningi varðandi bjórmenninguna í Bandaríkjunum. „Þegar maður segist hafa verið að læra ölgerð í Bandaríkjunum segja sumir að þeir kunni ekki að brugga. En mér finnst þeir vera á meðal þeirra framsæknustu á þessu sviði, listrænni ölgerð, í öllum heiminum.“ Námið í Kaliforníu var mjög skemmtilegt að mati Sturlaugs. „Ég kynntist þarna helling af áhugaverðu fólki. Ég var lærlingur um tíma hjá Vinnie Cilurzo, eiganda og bruggmeistara Russian River-brugghússins, sem framleiðir vel metna bjóra í bandarískum og belgískum stílum.“ Ástríða hans fyrir bjór kviknaði þó fyrst þegar hann var staddur í Þýskalandi árið 2001. „Ég smakkaði þar minn fyrsta Hefeweizen-hveitibjór og það var mín fyrsta almennilega upplifun. Upp frá því varð ekki aftur snúið.“ Núna er hann í draumastarfinu sínu við að framleiða bjór af ýmsum toga. Lítið brugghús var nýverið reist í Ölgerðinni og þar getur hann prófað sig áfram við að framleiða nýjar tegundir ásamt samstarfsfélaga sínum, Guðmundi Mar Magnússyni. „Þetta er allt í startholunum. Það er margt mjög spennandi að fara að gerast þar og að sjálfsögðu verðum við að sjá til þess að gæðin séu í lagi,“ segir Sturlaugur. freyr@frettabladid.is Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
Sturlaugur Jón Björnsson er með meistaragráðu í hornleik og starfar sem bruggmeistari hjá Ölgerðinni. Sannarlega óvenjuleg blanda hjá þessum 27 ára Keflvíkingi. Sturlaugur Jón útskrifaðist með meistaragráðu í hornleik frá Boston-háskóla árið 2005 og ætlaði að helga sig tónlistinni. En nú hefur hin ástríðan hans, bjórgerð, tekið yfir því á síðasta ári hélt hann aftur til Bandaríkjanna og lærði bjórgerð í Kaliforníu. Í dag starfar Sturlaugur sem einn af bruggmeisturum Ölgerðarinnar. Hann grípur þó enn þá í hornið og stígur til dæmis á svið í Háskólabíói annað kvöld þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur sinfóníu nr. 7 eftir austurríska tónskáldið Anton Bruckner. Sturlaugur heillaðist upp úr skónum af bjórnum þegar hann dvaldi í Boston og sá að þarna var eitthvað á ferðinni sem hann vildi læra meira um. „Ég var úti í hljóðfæranámi en mestallur tíminn fór í að pæla í bjór,“ segir hann. „Ég hafði lengi haft áhuga á þessu og svo kynntist maður bjórmenningunni, þessari microbrugg-menningu sem er úti í Bandaríkjunum. Margir kannast við þetta eftir að hafa verið í útlöndum. Þetta eru til dæmis lítil brugghús sem oft framleiða og veita á sama stað.“ Hann segir að stundum hafi gætt misskilnings hjá almenningi varðandi bjórmenninguna í Bandaríkjunum. „Þegar maður segist hafa verið að læra ölgerð í Bandaríkjunum segja sumir að þeir kunni ekki að brugga. En mér finnst þeir vera á meðal þeirra framsæknustu á þessu sviði, listrænni ölgerð, í öllum heiminum.“ Námið í Kaliforníu var mjög skemmtilegt að mati Sturlaugs. „Ég kynntist þarna helling af áhugaverðu fólki. Ég var lærlingur um tíma hjá Vinnie Cilurzo, eiganda og bruggmeistara Russian River-brugghússins, sem framleiðir vel metna bjóra í bandarískum og belgískum stílum.“ Ástríða hans fyrir bjór kviknaði þó fyrst þegar hann var staddur í Þýskalandi árið 2001. „Ég smakkaði þar minn fyrsta Hefeweizen-hveitibjór og það var mín fyrsta almennilega upplifun. Upp frá því varð ekki aftur snúið.“ Núna er hann í draumastarfinu sínu við að framleiða bjór af ýmsum toga. Lítið brugghús var nýverið reist í Ölgerðinni og þar getur hann prófað sig áfram við að framleiða nýjar tegundir ásamt samstarfsfélaga sínum, Guðmundi Mar Magnússyni. „Þetta er allt í startholunum. Það er margt mjög spennandi að fara að gerast þar og að sjálfsögðu verðum við að sjá til þess að gæðin séu í lagi,“ segir Sturlaugur. freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira