Bruggar og spilar á horn 24. febrúar 2010 06:00 Sturlaugur er meistari bæði í hornleik og bjórgerð. Hér stendur hann við brugggræjurnar í Ölgerðinni. fréttablaðið/anton Sturlaugur Jón Björnsson er með meistaragráðu í hornleik og starfar sem bruggmeistari hjá Ölgerðinni. Sannarlega óvenjuleg blanda hjá þessum 27 ára Keflvíkingi. Sturlaugur Jón útskrifaðist með meistaragráðu í hornleik frá Boston-háskóla árið 2005 og ætlaði að helga sig tónlistinni. En nú hefur hin ástríðan hans, bjórgerð, tekið yfir því á síðasta ári hélt hann aftur til Bandaríkjanna og lærði bjórgerð í Kaliforníu. Í dag starfar Sturlaugur sem einn af bruggmeisturum Ölgerðarinnar. Hann grípur þó enn þá í hornið og stígur til dæmis á svið í Háskólabíói annað kvöld þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur sinfóníu nr. 7 eftir austurríska tónskáldið Anton Bruckner. Sturlaugur heillaðist upp úr skónum af bjórnum þegar hann dvaldi í Boston og sá að þarna var eitthvað á ferðinni sem hann vildi læra meira um. „Ég var úti í hljóðfæranámi en mestallur tíminn fór í að pæla í bjór,“ segir hann. „Ég hafði lengi haft áhuga á þessu og svo kynntist maður bjórmenningunni, þessari microbrugg-menningu sem er úti í Bandaríkjunum. Margir kannast við þetta eftir að hafa verið í útlöndum. Þetta eru til dæmis lítil brugghús sem oft framleiða og veita á sama stað.“ Hann segir að stundum hafi gætt misskilnings hjá almenningi varðandi bjórmenninguna í Bandaríkjunum. „Þegar maður segist hafa verið að læra ölgerð í Bandaríkjunum segja sumir að þeir kunni ekki að brugga. En mér finnst þeir vera á meðal þeirra framsæknustu á þessu sviði, listrænni ölgerð, í öllum heiminum.“ Námið í Kaliforníu var mjög skemmtilegt að mati Sturlaugs. „Ég kynntist þarna helling af áhugaverðu fólki. Ég var lærlingur um tíma hjá Vinnie Cilurzo, eiganda og bruggmeistara Russian River-brugghússins, sem framleiðir vel metna bjóra í bandarískum og belgískum stílum.“ Ástríða hans fyrir bjór kviknaði þó fyrst þegar hann var staddur í Þýskalandi árið 2001. „Ég smakkaði þar minn fyrsta Hefeweizen-hveitibjór og það var mín fyrsta almennilega upplifun. Upp frá því varð ekki aftur snúið.“ Núna er hann í draumastarfinu sínu við að framleiða bjór af ýmsum toga. Lítið brugghús var nýverið reist í Ölgerðinni og þar getur hann prófað sig áfram við að framleiða nýjar tegundir ásamt samstarfsfélaga sínum, Guðmundi Mar Magnússyni. „Þetta er allt í startholunum. Það er margt mjög spennandi að fara að gerast þar og að sjálfsögðu verðum við að sjá til þess að gæðin séu í lagi,“ segir Sturlaugur. freyr@frettabladid.is Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira
Sturlaugur Jón Björnsson er með meistaragráðu í hornleik og starfar sem bruggmeistari hjá Ölgerðinni. Sannarlega óvenjuleg blanda hjá þessum 27 ára Keflvíkingi. Sturlaugur Jón útskrifaðist með meistaragráðu í hornleik frá Boston-háskóla árið 2005 og ætlaði að helga sig tónlistinni. En nú hefur hin ástríðan hans, bjórgerð, tekið yfir því á síðasta ári hélt hann aftur til Bandaríkjanna og lærði bjórgerð í Kaliforníu. Í dag starfar Sturlaugur sem einn af bruggmeisturum Ölgerðarinnar. Hann grípur þó enn þá í hornið og stígur til dæmis á svið í Háskólabíói annað kvöld þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur sinfóníu nr. 7 eftir austurríska tónskáldið Anton Bruckner. Sturlaugur heillaðist upp úr skónum af bjórnum þegar hann dvaldi í Boston og sá að þarna var eitthvað á ferðinni sem hann vildi læra meira um. „Ég var úti í hljóðfæranámi en mestallur tíminn fór í að pæla í bjór,“ segir hann. „Ég hafði lengi haft áhuga á þessu og svo kynntist maður bjórmenningunni, þessari microbrugg-menningu sem er úti í Bandaríkjunum. Margir kannast við þetta eftir að hafa verið í útlöndum. Þetta eru til dæmis lítil brugghús sem oft framleiða og veita á sama stað.“ Hann segir að stundum hafi gætt misskilnings hjá almenningi varðandi bjórmenninguna í Bandaríkjunum. „Þegar maður segist hafa verið að læra ölgerð í Bandaríkjunum segja sumir að þeir kunni ekki að brugga. En mér finnst þeir vera á meðal þeirra framsæknustu á þessu sviði, listrænni ölgerð, í öllum heiminum.“ Námið í Kaliforníu var mjög skemmtilegt að mati Sturlaugs. „Ég kynntist þarna helling af áhugaverðu fólki. Ég var lærlingur um tíma hjá Vinnie Cilurzo, eiganda og bruggmeistara Russian River-brugghússins, sem framleiðir vel metna bjóra í bandarískum og belgískum stílum.“ Ástríða hans fyrir bjór kviknaði þó fyrst þegar hann var staddur í Þýskalandi árið 2001. „Ég smakkaði þar minn fyrsta Hefeweizen-hveitibjór og það var mín fyrsta almennilega upplifun. Upp frá því varð ekki aftur snúið.“ Núna er hann í draumastarfinu sínu við að framleiða bjór af ýmsum toga. Lítið brugghús var nýverið reist í Ölgerðinni og þar getur hann prófað sig áfram við að framleiða nýjar tegundir ásamt samstarfsfélaga sínum, Guðmundi Mar Magnússyni. „Þetta er allt í startholunum. Það er margt mjög spennandi að fara að gerast þar og að sjálfsögðu verðum við að sjá til þess að gæðin séu í lagi,“ segir Sturlaugur. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira