Innlent

Vill aukið samstarf í borgarstjórn

Jón Hákon Halldórsson og Breki Logason skrifar
Efstu menn á lista Besta flokksins, þeir Jón Gnarr og Einar Örn Benediktsson, fagna árangri flokksins í kosningunum. Mynd/ Daníel.
Efstu menn á lista Besta flokksins, þeir Jón Gnarr og Einar Örn Benediktsson, fagna árangri flokksins í kosningunum. Mynd/ Daníel.
„Ég er að hugsa hvort þarf að vera meirihluti, sagði Jón Gnarr þegar að fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis spurði hann hvort hann væri farinn að hugsa eitthvað um myndun meirihluta í Reykjavík eftir kosningarnar. „Er ekki hægt að breyta þessu eitthvað? Þarf að vera meirihluti og minnihluti?"

Jón sagði annars að Besti flokkurinn væri það gáfulegasta og það besta sem hann hefði gert um ævina - betra en til dæmis Fóstbræður. Í ræðu sem Jón hélt á kosningavöku Besta flokksins þakkaði hann stuðningsmönnum sínum fyrir allt það starf sem unnið hafði verið í þágu flokksins í aðdraganda kosninganna.

Jón Gnarr segir að hann muni gera tilkall borgarstjórastólsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×