Segir sjálfstæðismenn verða að horfast í augu við staðreyndir Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. júní 2010 13:00 Þorgerður Katrín sést hér á landsfundinum með Ásdísi Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra Garðabæjar, og Vilhjálmi Jens Árnasyni, eiginmanni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Mynd/Arnþór Birkisson Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að sjálfstæðismenn þurfi að horfast í augu við að aðildarferlið sé hafið og því sé æskilegra að menn sameinist um að berjast fyrir hagsmunum Íslands í aðildarviðræðum við sambandið. Fyrrverandi formaður flokksins segist ekki sjá fyrir sér stofnun nýs flokks óánægðra sjálfstæðismanna. Nokkrir áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum sem rennt hafa hýru auga til Evrópusambandsins eru óánægðir með stjórnmálaályktun landsfundar flokksins, en á fundinum var samþykkt stjórnmálaályktun sem fól í sér að flokkurinn krefðist þess að umsókn um aðild þjóðarinnar að Evrópusambandinu yrði dregin til baka. Ekki var fallist á málamiðlunartillögu flokksforystunnar sem gekk ekki eins langt og sú tillaga sem að lokum var samþykkt. Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, er einn þeirra, en hann segir að ályktun fundarins hafi verið mikil vonbrigði og að flokkurinn sé farinn að minna á sértrúarsöfnuð. Hann segist hins vegar ekki hafa tekið ákvörðun um að hætta í flokknum. Guðbjörn Guðbjörnsson sem gegnt hefur trúnaðarstörfum fyrir flokkinn í Suðvesturkjördæmi sagði sig úr flokknum á laugardag og sagði að frjálslyndum sjálfstæðismönnum hefði verið úthýst úr flokknum. Flokkurinn stæði nú fyrst og fremst vörð um sérhagsmuni LÍÚ og bænda.Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins um nýliðna helgi.Benedikt Jóhannesson sendi samtökunum Sjálfstæðum Evrópumönnum, sem hann er í forsvari fyrir, tölvupóst í gær og nefndi að margir hefðu viljað stofna nýjan hægri flokk með Evrópusambandsumsókn sem grunnstef. Benedikt hefur þó ekki tekið afstöðu til þess hvort hann yrði hluti af slíkum flokki. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði við fréttastofu nú í morgun að frá sínum bæjardyrum séð hefði flokkurinn tekið mjög óskynsamlega ákvörðun með stjórnmálaályktuninni. Niðurstaða landsfundar væri bæði vond fyrir flokkinn og Evrópumálstaðinn. Hann sagðist hins vegar ekki vera á leið úr flokknum, það þyrfti meira til, en niðurstaðan væri hættuleg staða fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þorsteinn segist ekki sjá fyrir sér stofnun nýs flokks óánægðra sjálfstæðismanna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er ein þeirra sem hefur verið opin gagnvart aðild að Evrópusambandinu. Hún sagði á viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands hinn 12. mars á síðasta ári að tvíþætt vandamál myndi leysast með aðild að ESB. Peningamálastefnan og gjaldmiðillinn og ekki síður orðspor þjóðarinnar og viðskiptavildin. "Getum við verið ein eða er betra fyrir okkur að vera í samstarfi við aðrar þjóðir?" spurði Þorgerður þá sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Þorgerður Katrín, sem er í tímabundnu leyfi frá þingstörfum, sagði í samtali við fréttastofu nú í morgun að sín afstaða hefði ekkert breyst. Hún sagði að sjálfstæðismenn þyrftu að horfast í augu við að aðildarferlið væri hafið og því væri æskilegra að menn sameinuðust um að berjast fyrir hagsmunum Íslands í aðildarviðræðum við sambandið. Tengdar fréttir Þorsteinn Pálsson: Ekki á leið úr flokknum „Frá mínum bæjardyrum séð tók landsfundurinn mjög óskynsamlega ákvörðun. Þessi niðurstaða er bæði vond fyrir flokkinn og Evrópumálstaðinn,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, um ályktun um Evrópumál sem samþykkt var á landsfundi flokksins um helgina. Flokkurinn vill nú að umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Hann segist ekki sjá fyrir sér stofnun nýs flokks óánægðra sjálfstæðismanna. 28. júní 2010 11:51 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að sjálfstæðismenn þurfi að horfast í augu við að aðildarferlið sé hafið og því sé æskilegra að menn sameinist um að berjast fyrir hagsmunum Íslands í aðildarviðræðum við sambandið. Fyrrverandi formaður flokksins segist ekki sjá fyrir sér stofnun nýs flokks óánægðra sjálfstæðismanna. Nokkrir áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum sem rennt hafa hýru auga til Evrópusambandsins eru óánægðir með stjórnmálaályktun landsfundar flokksins, en á fundinum var samþykkt stjórnmálaályktun sem fól í sér að flokkurinn krefðist þess að umsókn um aðild þjóðarinnar að Evrópusambandinu yrði dregin til baka. Ekki var fallist á málamiðlunartillögu flokksforystunnar sem gekk ekki eins langt og sú tillaga sem að lokum var samþykkt. Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, er einn þeirra, en hann segir að ályktun fundarins hafi verið mikil vonbrigði og að flokkurinn sé farinn að minna á sértrúarsöfnuð. Hann segist hins vegar ekki hafa tekið ákvörðun um að hætta í flokknum. Guðbjörn Guðbjörnsson sem gegnt hefur trúnaðarstörfum fyrir flokkinn í Suðvesturkjördæmi sagði sig úr flokknum á laugardag og sagði að frjálslyndum sjálfstæðismönnum hefði verið úthýst úr flokknum. Flokkurinn stæði nú fyrst og fremst vörð um sérhagsmuni LÍÚ og bænda.Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins um nýliðna helgi.Benedikt Jóhannesson sendi samtökunum Sjálfstæðum Evrópumönnum, sem hann er í forsvari fyrir, tölvupóst í gær og nefndi að margir hefðu viljað stofna nýjan hægri flokk með Evrópusambandsumsókn sem grunnstef. Benedikt hefur þó ekki tekið afstöðu til þess hvort hann yrði hluti af slíkum flokki. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði við fréttastofu nú í morgun að frá sínum bæjardyrum séð hefði flokkurinn tekið mjög óskynsamlega ákvörðun með stjórnmálaályktuninni. Niðurstaða landsfundar væri bæði vond fyrir flokkinn og Evrópumálstaðinn. Hann sagðist hins vegar ekki vera á leið úr flokknum, það þyrfti meira til, en niðurstaðan væri hættuleg staða fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þorsteinn segist ekki sjá fyrir sér stofnun nýs flokks óánægðra sjálfstæðismanna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er ein þeirra sem hefur verið opin gagnvart aðild að Evrópusambandinu. Hún sagði á viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands hinn 12. mars á síðasta ári að tvíþætt vandamál myndi leysast með aðild að ESB. Peningamálastefnan og gjaldmiðillinn og ekki síður orðspor þjóðarinnar og viðskiptavildin. "Getum við verið ein eða er betra fyrir okkur að vera í samstarfi við aðrar þjóðir?" spurði Þorgerður þá sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Þorgerður Katrín, sem er í tímabundnu leyfi frá þingstörfum, sagði í samtali við fréttastofu nú í morgun að sín afstaða hefði ekkert breyst. Hún sagði að sjálfstæðismenn þyrftu að horfast í augu við að aðildarferlið væri hafið og því væri æskilegra að menn sameinuðust um að berjast fyrir hagsmunum Íslands í aðildarviðræðum við sambandið.
Tengdar fréttir Þorsteinn Pálsson: Ekki á leið úr flokknum „Frá mínum bæjardyrum séð tók landsfundurinn mjög óskynsamlega ákvörðun. Þessi niðurstaða er bæði vond fyrir flokkinn og Evrópumálstaðinn,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, um ályktun um Evrópumál sem samþykkt var á landsfundi flokksins um helgina. Flokkurinn vill nú að umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Hann segist ekki sjá fyrir sér stofnun nýs flokks óánægðra sjálfstæðismanna. 28. júní 2010 11:51 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Þorsteinn Pálsson: Ekki á leið úr flokknum „Frá mínum bæjardyrum séð tók landsfundurinn mjög óskynsamlega ákvörðun. Þessi niðurstaða er bæði vond fyrir flokkinn og Evrópumálstaðinn,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, um ályktun um Evrópumál sem samþykkt var á landsfundi flokksins um helgina. Flokkurinn vill nú að umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Hann segist ekki sjá fyrir sér stofnun nýs flokks óánægðra sjálfstæðismanna. 28. júní 2010 11:51
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent