Forsætisráðherra vakti furðu með tilteknum ummælum Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. mars 2010 16:45 Forsætisráðherra vakti óneitanlega furðu ýmissa með tilteknum ummælum á flokkstjórnarfundi í gær, segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður VG. Þingflokkur VG fundaði í dag. Guðfríður segir eftir fundinn að þingmenn flokksins séu brattir og glaðbeittir og engan bilbugur sé á þeim í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. „Við erum alveg heil og óskipt hvað það varðar," segir Guðfríður. Guðfríður segir að þingflokksfundurinn í dag hafi verið reglubundinn. Fjölmörg lagafrumvörp frá ríkisstjórninni hafi verið afgreidd til þingsins. Guðfríður sagði að þingflokkur VG hafi svo sérstaklega rætt um þann punkt í ræðu forsætisráðherra sem laut að breytingum á stjórnarráðinu og sameiningu ráðuneyta. „Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna segir ekkert um tímasetningar í þessum efnum og það hefur legið fyrir allan tímann að við höfum varað við því að fara í þetta með hraði og að það þurfi að einbeita sér að þeim brýnu úrlausrnarefnum sem liggja fyrir. Það eru atvinnumálin, skuldamálin og ríkisfjármálin," segir Guðfríður. Hún segir að þær breytingar á stjórnarráðinu sem rætt hafi verið um geti kostað óhemju fjármuni, mannafla og orku. Það þurfi að vanda rosalega til verka. „Það að lýsa því yfir að þetta eigi bara að fara að gerast núna er eitthvað sem þingflokkur VG hefur aldrei lagt sína blessun yfir," segir Guðfríður. Forgangsraða þurfi í þágu brýnustu úrlausnarefnanna og þetta sé ekki eitt þeirra. „Svo get ég sagt það fyrir mig að ef það er verið að líkja mér við kött að þá er ég bara mjög upp með mér. Þetta eru falleg, flott og gáfuð dýr sem hverjum sem er, er holt að hafa sér við hlið," segir Guðfríður. Hún segir málið líka snúast um að það sé þingræði í landinu. Til þess að þétta raðirnar þurfi að bera virðingu fyrir mismunandi sjónarhornum og ná sameiginlegum leiðum og lausnum. Það sé ekki gert með einhliða valdboði. Guðfríður segist sannfærð um að þingmenn stjórnarmeirihlutans séu sammála um það. Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Forsætisráðherra vakti óneitanlega furðu ýmissa með tilteknum ummælum á flokkstjórnarfundi í gær, segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður VG. Þingflokkur VG fundaði í dag. Guðfríður segir eftir fundinn að þingmenn flokksins séu brattir og glaðbeittir og engan bilbugur sé á þeim í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. „Við erum alveg heil og óskipt hvað það varðar," segir Guðfríður. Guðfríður segir að þingflokksfundurinn í dag hafi verið reglubundinn. Fjölmörg lagafrumvörp frá ríkisstjórninni hafi verið afgreidd til þingsins. Guðfríður sagði að þingflokkur VG hafi svo sérstaklega rætt um þann punkt í ræðu forsætisráðherra sem laut að breytingum á stjórnarráðinu og sameiningu ráðuneyta. „Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna segir ekkert um tímasetningar í þessum efnum og það hefur legið fyrir allan tímann að við höfum varað við því að fara í þetta með hraði og að það þurfi að einbeita sér að þeim brýnu úrlausrnarefnum sem liggja fyrir. Það eru atvinnumálin, skuldamálin og ríkisfjármálin," segir Guðfríður. Hún segir að þær breytingar á stjórnarráðinu sem rætt hafi verið um geti kostað óhemju fjármuni, mannafla og orku. Það þurfi að vanda rosalega til verka. „Það að lýsa því yfir að þetta eigi bara að fara að gerast núna er eitthvað sem þingflokkur VG hefur aldrei lagt sína blessun yfir," segir Guðfríður. Forgangsraða þurfi í þágu brýnustu úrlausnarefnanna og þetta sé ekki eitt þeirra. „Svo get ég sagt það fyrir mig að ef það er verið að líkja mér við kött að þá er ég bara mjög upp með mér. Þetta eru falleg, flott og gáfuð dýr sem hverjum sem er, er holt að hafa sér við hlið," segir Guðfríður. Hún segir málið líka snúast um að það sé þingræði í landinu. Til þess að þétta raðirnar þurfi að bera virðingu fyrir mismunandi sjónarhornum og ná sameiginlegum leiðum og lausnum. Það sé ekki gert með einhliða valdboði. Guðfríður segist sannfærð um að þingmenn stjórnarmeirihlutans séu sammála um það.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira