Erlent

Engir Íslendingar um borð í lestunum

MYND/AP

Engir Íslendingar voru á ferð í neðanjarðarlestarstöðvunum í Moskvu þar sem tvær konur sprengdu sig í loft upp í morgun. Þetta segir Bjarni Sigtryggsson sendiráðsritari í Moskvu í samtali við fréttastofu.

Litlu mátti þó muna að hörmungarnar snertu starfsfólk sendiráðsins. Rússnesk kona sem þar starfar sem ritari og skjalaþýðandi missti af lestinni sem sprakk á Lubyanka stöðinni og sonur annarar konu sem starfar í sendiráðinu hefði alla jafna að líkindum verið um borð í lestinni sem sprakk á Park Kultury stöðinni.

Hann var hins vegar seinna á ferð en venjulega þar sem fyrsti tímin í háskólanum þar sem hann sækir nám féll niður í morgun.




Tengdar fréttir

Tugir látnir í sjálfsmorðsprengingum í Moskvu

Að minnsta kosti 37 eru látnir eftir að tvær konur sprengdu sig í loft upp í neðanjarðarlestarkerfi Moskvu með skömmu millibili í morgun. Fyrri sprengjan sprakk á Lubyanka lestarstöðinni sem er nærri höfuðstöðvum rússnesku leyniþjónustunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×