Leikarinn Tómas Lemarquis fer með hlutverk í nýrri danskri sjónvarpsþáttaröð sem kemur út á næsta ári. Þáttaröðin ber heitið Den som dræber og í þáttunum er fylgst með störfum réttarlæknisins Thomas Schäeffer, sem Jakob Cedegren leikur. Landsmenn ættu margir að kannast við Cedegren úr kvikmyndinni Voksne mennesker eftir leikstjórann Dag Kára.
Danski stórleikarinn Kim Bodnia, sem lék meðal annars í kvikmyndunum Pusher, Nattevakten og I Kina spiser de hunde, fer með hlutverk rússnesks mafíuforingja í tvemur þáttum og leikur Tómas einmitt meðlim í glæpaklíku Bodnia.
„Það var alveg stórkostlegt að fá tækifæri til að leika á móti eins góðum leikara og Kim," segir Tómas sem talaði dönsku í þáttunum. „Ég tala ágæta dönsku. Ég bjó þarna í þrjú sumur sem unglingur og vann á vegum Nordjobb þannig að danskan var engin fyrirstaða." Þáttaröðin er framleidd af Misofilm og er samstarfsverkefni norrænu sjónvarpsstöðvanna. Aðspurður segist Tómas hlakka mikið til að sjá afrakstur vinnunnar, en þættirnir verða sýndir einhvern tímann á næsta ári.
Luminous í Kling & Bang

„Sýningin fjallar um andleg málefni í víðasta skilningi þess orðs, en við fjöllum um þau með blöndu af húmor og alvöru." Opnunin hefst stundvíslega klukkan 17.00.
sara@frettabladid.is