Lífið

Svefn er vopnið mitt

Mariah Carey. MYND/Cover Media
Mariah Carey. MYND/Cover Media

Söngkonan Mariah Carey nýtur þess að sofna snemma á kvöldin á meðan eiginmaður hennar, Nick Cannon, vakir fram eftir.

Nick segist ekki eiga eins auðvelt með að sofna eins og eiginkona hans, Mariah. Hún leggst á koddann og sofnar samstundis á meðan Nick er margar klukkustundir að reyna að sofna.

„Ég sef ekki mikið. Ef ég næ að sofa í fjóra tíma verð ég svakalega ánægður. Vanalega sef ég tvo tíma," sagði Nick.

„Konan mín sefur mikið. Hún er söngkona og þarf að hvíla röddina."

Mariah ræddi um svefnvenjur sínar í nýlegu viðtali við US tímaritið þar sem haft var eftir henni: „Svefn er vopnið mitt. Ég sef í átta tíma að minnsta kosti."

Lífið á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.