Spyr hvort hjásetan hafi verið þvingunaraðgerð Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. desember 2010 18:37 Árni Þór Sigurðsson, starfandi formaður þingflokks Vinstri grænna, spyr hvort hjáseta þriggja stjórnarþingmanna við afgreiðslu fjárlaga sé þvingunaraðgerð til að knýja ríkisstjórn og meirihluta hennar til að breyta um stefnu, í nýrri greinargerð sem fréttastofa hefur undir höndum. Hjáseta þriggja þingmanna við afgreiðslu fjárlaga hefur valdið deilum og þá hefur ríkisstjórnarstamstarfið verið talið standa tæpt vegna hennar, en samþykkt grundvallarmáls eins og fjárlaga er talið forsenda stuðnings við ríkisstjórn.Ásmundur og Atli gerðu enga fyrirvara í haust Stöð 2 hefur undir höndum nýja greinargerð sem Árni Þór Sigurðsson, starfandi formaður þingflokks VG skrifaði og lögð var fyrir þingflokkinn í gær. Þar segir hann að Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason hafi ekki gert neina fyrirvara um stuðning við fjárlagafrumvarpið í haust, ólíkt Lilju Mósesdóttur. Því næst svarar hann yfirlýsingu þeirra þriggja lið fyrir lið. Þremenningarnir hafa gagnrýnt samstarfið við AGS harkalega sem ástæðu fyrir hjásetu. Árni Þór segir að efnahagsáætlun AGS frá haustinu 2008 hafi ítrekað verið endurskoðuð og milduð. Í síðustu skýrslu AGS hafi sjóðurinn hrósað einbeittum vilja íslenskra stjórnvalda til að verja norræna velferðarmódelið. Og þá hafi lægri spár um hagvöxt ekkert haft með AGS að gera. Þá gefur Árni Þór lítið fyrir yfirlýsingar þremenninganna um að efnahagsstefna AGS hafi valdið tjóni. Tillögur AGS séu ekki frumorsök erfiðleika Íslendinga heldur einkavæðing og „nýfrjálshyggja." Þá undirstrikar hann að efnahagsstefnan sé stefna íslenskra stjórnvalda, ekki AGS eingöngu.Hvað eru 200 milljarðarnir? Þremenningarnir hafa gagnrýnt forgangsröðun, en þeir fullyrtu að 200 opinberir starfsmenn ynnu við aðildarumsókn að ESB og umsóknin kosti ríkissjóð milljarða króna. Árni Þór spyr hvar þessi starfsmenn séu og hvar þessir milljarðar séu í fjárlögum. En gengst þó við því að ESB umsóknin valdi talsverðu álagi á ráðuneytin. Að lokum veltir Árni Þór því fyrir sér hvort hjáseta þremenninganna sé einhvers konar þvingunaraðgerð til að knýja ríkisstjórn og meirihluta hennar til að breyta um stefnu. „Vinnubrögð er sjálfsagt að ræða og reyna að bæta en eru þetta uppbyggilegar aðferðir til að ná slíku fram?," spyr hann. Árni Þór vildi ekki tjá sig í dag um greinargerðina. „Ég ætla ekkert að tjá mig um þessa greinargerð á þessu stigi málsins. Hún var lögð fram á fundi þingflokksins í gær og við höfðum hugsað okkur að taka núna jólaleyfi og halda gleðileg jól og áramót. Og koma saman á næsta ári og fara yfir okkar mál. Það vita allir að það hefur verið uppi ágreiningur og erfiðleikar í samskiptum manna og við þurfum að vinna í því máli. Það er best að við gerum það í okkar hópi og vil spara mér yfirlýsingar þangað til," segir Árni Þór. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Árni Þór Sigurðsson, starfandi formaður þingflokks Vinstri grænna, spyr hvort hjáseta þriggja stjórnarþingmanna við afgreiðslu fjárlaga sé þvingunaraðgerð til að knýja ríkisstjórn og meirihluta hennar til að breyta um stefnu, í nýrri greinargerð sem fréttastofa hefur undir höndum. Hjáseta þriggja þingmanna við afgreiðslu fjárlaga hefur valdið deilum og þá hefur ríkisstjórnarstamstarfið verið talið standa tæpt vegna hennar, en samþykkt grundvallarmáls eins og fjárlaga er talið forsenda stuðnings við ríkisstjórn.Ásmundur og Atli gerðu enga fyrirvara í haust Stöð 2 hefur undir höndum nýja greinargerð sem Árni Þór Sigurðsson, starfandi formaður þingflokks VG skrifaði og lögð var fyrir þingflokkinn í gær. Þar segir hann að Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason hafi ekki gert neina fyrirvara um stuðning við fjárlagafrumvarpið í haust, ólíkt Lilju Mósesdóttur. Því næst svarar hann yfirlýsingu þeirra þriggja lið fyrir lið. Þremenningarnir hafa gagnrýnt samstarfið við AGS harkalega sem ástæðu fyrir hjásetu. Árni Þór segir að efnahagsáætlun AGS frá haustinu 2008 hafi ítrekað verið endurskoðuð og milduð. Í síðustu skýrslu AGS hafi sjóðurinn hrósað einbeittum vilja íslenskra stjórnvalda til að verja norræna velferðarmódelið. Og þá hafi lægri spár um hagvöxt ekkert haft með AGS að gera. Þá gefur Árni Þór lítið fyrir yfirlýsingar þremenninganna um að efnahagsstefna AGS hafi valdið tjóni. Tillögur AGS séu ekki frumorsök erfiðleika Íslendinga heldur einkavæðing og „nýfrjálshyggja." Þá undirstrikar hann að efnahagsstefnan sé stefna íslenskra stjórnvalda, ekki AGS eingöngu.Hvað eru 200 milljarðarnir? Þremenningarnir hafa gagnrýnt forgangsröðun, en þeir fullyrtu að 200 opinberir starfsmenn ynnu við aðildarumsókn að ESB og umsóknin kosti ríkissjóð milljarða króna. Árni Þór spyr hvar þessi starfsmenn séu og hvar þessir milljarðar séu í fjárlögum. En gengst þó við því að ESB umsóknin valdi talsverðu álagi á ráðuneytin. Að lokum veltir Árni Þór því fyrir sér hvort hjáseta þremenninganna sé einhvers konar þvingunaraðgerð til að knýja ríkisstjórn og meirihluta hennar til að breyta um stefnu. „Vinnubrögð er sjálfsagt að ræða og reyna að bæta en eru þetta uppbyggilegar aðferðir til að ná slíku fram?," spyr hann. Árni Þór vildi ekki tjá sig í dag um greinargerðina. „Ég ætla ekkert að tjá mig um þessa greinargerð á þessu stigi málsins. Hún var lögð fram á fundi þingflokksins í gær og við höfðum hugsað okkur að taka núna jólaleyfi og halda gleðileg jól og áramót. Og koma saman á næsta ári og fara yfir okkar mál. Það vita allir að það hefur verið uppi ágreiningur og erfiðleikar í samskiptum manna og við þurfum að vinna í því máli. Það er best að við gerum það í okkar hópi og vil spara mér yfirlýsingar þangað til," segir Árni Þór. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira