Innlent

Framtíð peningastefnunnar: Vill einhliða upptöku evru

Hafsteinn Hauksson skrifar
Seðlabanki Íslands sendi fyrr í mánuðinum frá sér skýrslu sem bar heitið Peninagstefnan eftir höft. Þar viðurkennir bankinn að árangur peningastefnunnar hér á landi hafi verið slakur síðustu ár og áratugi. Hann leggur til ýmsar úrbætur á stefnunni, sem miða einkum af því að skapa fleiri stjórntæki en aðeins stýrivexti, undir nafninu verðbólgumarkmið-plús.

Jón Steinsson, Milton Friedman fræðimaður við Chicago háskóla og lektor við Columbia háskóla, segist telja að slíkt kerfi yrði til bóta. Hann mælir þó frekar með því að Íslendingar taki einhliða upp evru þannig að hún verði leyfð sem lögeyrir í landinu, frekar en að krónunni sé kastað í einu vetfangi.

Skipan peninga- og gengismála til framtíðar er eitt mikilvægasta verkefnið sem blasir við Íslendingum þegar tekur að hylla undir lok gjaldeyrishaftanna. Jón ræðir við fréttastofu um skýrslu Seðlabankans, gjaldmiðlamál og peningastefnuna í ítarlegu viðtali sem fylgir þessari frétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×