Landlæknir vill banna transfitusýrur Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. nóvember 2010 13:46 Geir Gunnlaugsson landlæknir er hlynntur því að transfitusýrur verði bannaðar í matvælum. Mynd/ Anton. Landlæknisembættið er hlynnt því að notkun transfitusýra í matvælum verði bönnuð. Geir Gunnlaugsson, landlæknir segir mikilvægt að stjórnvöld séu vel vakandi fyrir þáttum sem geti haft jákvæð og neikvæð áhrif á heilsu. Í því skyni þurfi að skoða mjög vel hvaða möguleikar séu í stöðunni hvað varðar matvæli. „Það sem við vitum um transfitusýrur er að þær geta haft áhrif á hjarta- og æðasjúkdóma. notkun þeirra gæti þannig unnið gegn markmiðum heilbrigðisyfirvalda um að styðja við heilbrigða lífshætti," segir Geir í samtali við Vísi. Hann segir að í nokkrum nágrannaríkjum, svo sem Danmörku, Frakklandi, Austurríki og fleiri löndum hafi tekist að gjörbreyta notkun úr transfitum yfir í notkun á heilnæmari fitum eða olíu. „Þetta hefur farið fram án þess að það væri nokkur styr um það," segir Geir. Hann bendir á að almenningur í Danmörku hafi varla tekið eftir breytingunum þar á meðan að þær gengu í gegn. „Þannig að við erum að sjá þarna tækifæri fyrir stjórnvöld til að koma þarna inn með ákvörðun sem getur haft mjög jákvæð áhrif á heilsu íbúanna hvað varðar hjarta og æðasjúkdóma. Út frá mínu sjónarhorni er nánast ekkert sem mælir gegn því að banna transfitu," segir Geir. Geir segir að iðnaðurinn hafi að einhverju leyti verið að taka mark á þeirri umræðu sem hafi verið í gangi um transfitusýrur og verið að reyna að finna lausnir. Menn geti því ef til vill spurt sig hvort það þurfi boð og bönn. Hann telji þó sjálfur að til þess að ná breytingum í gegnum allt kerfið sé jákvætt að styðja þetta skref. „Já ég styð það," segir Geir. Hann segir að kostnaðurinn við þessar breytingar ætti ekki að vera mikill. Hugsanlega gæti þó vöruverð hækkað eitthvað vegna þess að framleiðendur þyrftu að breyta um vélar og efnasamsetningu. „Það myndi ef til vill leiða til hærra verðs. Ég kann ekki þann þátt en þegar maður vegur plús og mínus, þá eru plúsarnir margfaldir miðað við reynslu nágrannaþjóðanna," segir Geir. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Sjá meira
Landlæknisembættið er hlynnt því að notkun transfitusýra í matvælum verði bönnuð. Geir Gunnlaugsson, landlæknir segir mikilvægt að stjórnvöld séu vel vakandi fyrir þáttum sem geti haft jákvæð og neikvæð áhrif á heilsu. Í því skyni þurfi að skoða mjög vel hvaða möguleikar séu í stöðunni hvað varðar matvæli. „Það sem við vitum um transfitusýrur er að þær geta haft áhrif á hjarta- og æðasjúkdóma. notkun þeirra gæti þannig unnið gegn markmiðum heilbrigðisyfirvalda um að styðja við heilbrigða lífshætti," segir Geir í samtali við Vísi. Hann segir að í nokkrum nágrannaríkjum, svo sem Danmörku, Frakklandi, Austurríki og fleiri löndum hafi tekist að gjörbreyta notkun úr transfitum yfir í notkun á heilnæmari fitum eða olíu. „Þetta hefur farið fram án þess að það væri nokkur styr um það," segir Geir. Hann bendir á að almenningur í Danmörku hafi varla tekið eftir breytingunum þar á meðan að þær gengu í gegn. „Þannig að við erum að sjá þarna tækifæri fyrir stjórnvöld til að koma þarna inn með ákvörðun sem getur haft mjög jákvæð áhrif á heilsu íbúanna hvað varðar hjarta og æðasjúkdóma. Út frá mínu sjónarhorni er nánast ekkert sem mælir gegn því að banna transfitu," segir Geir. Geir segir að iðnaðurinn hafi að einhverju leyti verið að taka mark á þeirri umræðu sem hafi verið í gangi um transfitusýrur og verið að reyna að finna lausnir. Menn geti því ef til vill spurt sig hvort það þurfi boð og bönn. Hann telji þó sjálfur að til þess að ná breytingum í gegnum allt kerfið sé jákvætt að styðja þetta skref. „Já ég styð það," segir Geir. Hann segir að kostnaðurinn við þessar breytingar ætti ekki að vera mikill. Hugsanlega gæti þó vöruverð hækkað eitthvað vegna þess að framleiðendur þyrftu að breyta um vélar og efnasamsetningu. „Það myndi ef til vill leiða til hærra verðs. Ég kann ekki þann þátt en þegar maður vegur plús og mínus, þá eru plúsarnir margfaldir miðað við reynslu nágrannaþjóðanna," segir Geir.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Sjá meira