Landlæknir vill banna transfitusýrur Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. nóvember 2010 13:46 Geir Gunnlaugsson landlæknir er hlynntur því að transfitusýrur verði bannaðar í matvælum. Mynd/ Anton. Landlæknisembættið er hlynnt því að notkun transfitusýra í matvælum verði bönnuð. Geir Gunnlaugsson, landlæknir segir mikilvægt að stjórnvöld séu vel vakandi fyrir þáttum sem geti haft jákvæð og neikvæð áhrif á heilsu. Í því skyni þurfi að skoða mjög vel hvaða möguleikar séu í stöðunni hvað varðar matvæli. „Það sem við vitum um transfitusýrur er að þær geta haft áhrif á hjarta- og æðasjúkdóma. notkun þeirra gæti þannig unnið gegn markmiðum heilbrigðisyfirvalda um að styðja við heilbrigða lífshætti," segir Geir í samtali við Vísi. Hann segir að í nokkrum nágrannaríkjum, svo sem Danmörku, Frakklandi, Austurríki og fleiri löndum hafi tekist að gjörbreyta notkun úr transfitum yfir í notkun á heilnæmari fitum eða olíu. „Þetta hefur farið fram án þess að það væri nokkur styr um það," segir Geir. Hann bendir á að almenningur í Danmörku hafi varla tekið eftir breytingunum þar á meðan að þær gengu í gegn. „Þannig að við erum að sjá þarna tækifæri fyrir stjórnvöld til að koma þarna inn með ákvörðun sem getur haft mjög jákvæð áhrif á heilsu íbúanna hvað varðar hjarta og æðasjúkdóma. Út frá mínu sjónarhorni er nánast ekkert sem mælir gegn því að banna transfitu," segir Geir. Geir segir að iðnaðurinn hafi að einhverju leyti verið að taka mark á þeirri umræðu sem hafi verið í gangi um transfitusýrur og verið að reyna að finna lausnir. Menn geti því ef til vill spurt sig hvort það þurfi boð og bönn. Hann telji þó sjálfur að til þess að ná breytingum í gegnum allt kerfið sé jákvætt að styðja þetta skref. „Já ég styð það," segir Geir. Hann segir að kostnaðurinn við þessar breytingar ætti ekki að vera mikill. Hugsanlega gæti þó vöruverð hækkað eitthvað vegna þess að framleiðendur þyrftu að breyta um vélar og efnasamsetningu. „Það myndi ef til vill leiða til hærra verðs. Ég kann ekki þann þátt en þegar maður vegur plús og mínus, þá eru plúsarnir margfaldir miðað við reynslu nágrannaþjóðanna," segir Geir. Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Sjá meira
Landlæknisembættið er hlynnt því að notkun transfitusýra í matvælum verði bönnuð. Geir Gunnlaugsson, landlæknir segir mikilvægt að stjórnvöld séu vel vakandi fyrir þáttum sem geti haft jákvæð og neikvæð áhrif á heilsu. Í því skyni þurfi að skoða mjög vel hvaða möguleikar séu í stöðunni hvað varðar matvæli. „Það sem við vitum um transfitusýrur er að þær geta haft áhrif á hjarta- og æðasjúkdóma. notkun þeirra gæti þannig unnið gegn markmiðum heilbrigðisyfirvalda um að styðja við heilbrigða lífshætti," segir Geir í samtali við Vísi. Hann segir að í nokkrum nágrannaríkjum, svo sem Danmörku, Frakklandi, Austurríki og fleiri löndum hafi tekist að gjörbreyta notkun úr transfitum yfir í notkun á heilnæmari fitum eða olíu. „Þetta hefur farið fram án þess að það væri nokkur styr um það," segir Geir. Hann bendir á að almenningur í Danmörku hafi varla tekið eftir breytingunum þar á meðan að þær gengu í gegn. „Þannig að við erum að sjá þarna tækifæri fyrir stjórnvöld til að koma þarna inn með ákvörðun sem getur haft mjög jákvæð áhrif á heilsu íbúanna hvað varðar hjarta og æðasjúkdóma. Út frá mínu sjónarhorni er nánast ekkert sem mælir gegn því að banna transfitu," segir Geir. Geir segir að iðnaðurinn hafi að einhverju leyti verið að taka mark á þeirri umræðu sem hafi verið í gangi um transfitusýrur og verið að reyna að finna lausnir. Menn geti því ef til vill spurt sig hvort það þurfi boð og bönn. Hann telji þó sjálfur að til þess að ná breytingum í gegnum allt kerfið sé jákvætt að styðja þetta skref. „Já ég styð það," segir Geir. Hann segir að kostnaðurinn við þessar breytingar ætti ekki að vera mikill. Hugsanlega gæti þó vöruverð hækkað eitthvað vegna þess að framleiðendur þyrftu að breyta um vélar og efnasamsetningu. „Það myndi ef til vill leiða til hærra verðs. Ég kann ekki þann þátt en þegar maður vegur plús og mínus, þá eru plúsarnir margfaldir miðað við reynslu nágrannaþjóðanna," segir Geir.
Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent