Sjálfbær bankastarfsemi Ari Teitsson skrifar 23. nóvember 2010 06:00 Hugtakið sjálfbær mun fyrst hafa fengið skýra merkingu í umfjöllun Gro Harlem Brundtland og þá sem hverjar þær athafnir sem þjóna í nútíð án þess að spilla möguleikum framtíðarinnar. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hve bankastarfsemi undanfarinna ára hefur verið langt frá því að vera sjálfbær. Nýlega fengu þrír norrænir bankar umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir að byggja starfsemi sína á að fjármagna þjóðfélag framtíðarinnar, sem sýnir viðhorf ráðsins til sjálfbærrar bankastarfsemi. Vaxandi áhugi virðist fyrir slíkri bankastarfsemi a.m.k. á Vesturlöndum sem skýrist vætanlega af bankahruni undanfarinna ára og vaxandi áhyggjum af að við séum með athöfnum okkar að spilla möguleikum komandi kynslóða á of mörgum sviðum. Hugleiðum hvernig sjálfbær bankastarfsemi gæti litið út í íslensku ljósi: Upphaflegur tilgangur bankastarfsemi var að taka við lausu fjármagni ogmiðla því tíl þeirra sem þurfa fjármagn til uppbyggingar og framkvæmda með sem minnstum kostnaði, sú þörf er síst minni nú. Jafnframt þyrfti að hyggja að þvi hvaða áhrif þær framkvæmdir sem lánað er til muni hafa á umhverfi okkar og framtíðarmöguleika. Til að tryggja jafnræði slíkrar lánastarfsemi og þekkingu á viðfangsefnum virðist æskilegt að hún sé staðbundin eða a.m.k. landshlutabundin. Breið staðbundin þátttaka í eignarhaldi og stjórnum væri væntanlega ávísun á aukna sjálfbærni og takmarkanir á arðgreiðslum myndu virka á sama hátt. Sú bankastarfsemi sem lýst er hér að framan fellur vel að upphaflegum tilgangi sparisjóðanna og gildandi lögum um sparisjóði. Æskilegt virðist að starfandi sparisjóðir og sparisjóðir framtíðarinnar þróist í þessa átt, en það er ekki sjálfgefið. Þar ráða ábyrgðarmenn sparisjóðanna (stofnfjáreigendur)og stjórnendur miklu, en ekki síður viðskiptavinir sparisjóðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Hugtakið sjálfbær mun fyrst hafa fengið skýra merkingu í umfjöllun Gro Harlem Brundtland og þá sem hverjar þær athafnir sem þjóna í nútíð án þess að spilla möguleikum framtíðarinnar. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hve bankastarfsemi undanfarinna ára hefur verið langt frá því að vera sjálfbær. Nýlega fengu þrír norrænir bankar umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir að byggja starfsemi sína á að fjármagna þjóðfélag framtíðarinnar, sem sýnir viðhorf ráðsins til sjálfbærrar bankastarfsemi. Vaxandi áhugi virðist fyrir slíkri bankastarfsemi a.m.k. á Vesturlöndum sem skýrist vætanlega af bankahruni undanfarinna ára og vaxandi áhyggjum af að við séum með athöfnum okkar að spilla möguleikum komandi kynslóða á of mörgum sviðum. Hugleiðum hvernig sjálfbær bankastarfsemi gæti litið út í íslensku ljósi: Upphaflegur tilgangur bankastarfsemi var að taka við lausu fjármagni ogmiðla því tíl þeirra sem þurfa fjármagn til uppbyggingar og framkvæmda með sem minnstum kostnaði, sú þörf er síst minni nú. Jafnframt þyrfti að hyggja að þvi hvaða áhrif þær framkvæmdir sem lánað er til muni hafa á umhverfi okkar og framtíðarmöguleika. Til að tryggja jafnræði slíkrar lánastarfsemi og þekkingu á viðfangsefnum virðist æskilegt að hún sé staðbundin eða a.m.k. landshlutabundin. Breið staðbundin þátttaka í eignarhaldi og stjórnum væri væntanlega ávísun á aukna sjálfbærni og takmarkanir á arðgreiðslum myndu virka á sama hátt. Sú bankastarfsemi sem lýst er hér að framan fellur vel að upphaflegum tilgangi sparisjóðanna og gildandi lögum um sparisjóði. Æskilegt virðist að starfandi sparisjóðir og sparisjóðir framtíðarinnar þróist í þessa átt, en það er ekki sjálfgefið. Þar ráða ábyrgðarmenn sparisjóðanna (stofnfjáreigendur)og stjórnendur miklu, en ekki síður viðskiptavinir sparisjóðanna.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar