Innlent

Flestir vilja Guðríði sem bæjarstjóra

Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar, nýtur mest stuðnings meðal Kópavogsbúa til að verða bæjarstjóri eftir kosningarnar 29. maí nk.
Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar, nýtur mest stuðnings meðal Kópavogsbúa til að verða bæjarstjóri eftir kosningarnar 29. maí nk.

Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar, nýtur mest stuðnings meðal Kópavogsbúa til að verða bæjarstjóri eftir kosningarnar síðar í mánuðinum. Rúmlega 45% vilja að Guðríður verði bæjarstjóri samkvæmt skoðanakönnunum sem unnin var fyrir Samfylkinguna.

Könnunin sem gerð var dagana 16.-21. apríl, mældi það fylgi sem núverandi oddvitar flokkana í Kópavogi hafa til að gegna bæjarstjóraembættinu á næsta kjörtímabili. Af þeim sem tóku afstöðu til oddvitanna fjögurra völdu 44,5% Guðríði, 33,9% Ármann Kr. Ólafsson Sjálfstæðisflokki, 14,6% Ólaf Þór Gunnarsson VG og 7% framsóknarmanninn Ómar Stefánsson.

Gunnar oft nefndur

Einnig var gefinn kostur á að nefna aðra en núverandi oddvita og var Gunnar Birgisson fyrrverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins oftast nefndur. Aðrir sem nefndir voru hlutu óverulegt fylgi. 3,9% aðspurðra vilja að ráðinn verði ópólitískur bæjarstjóri.

Úrtak í könnuninni var 800 einstaklingar úr þjóðskrá á kosningaaldri og til heimilis í Kópavogi. 487 svör bárust og var svarhlutfall því 61,8%. Það var rannsóknarfyrirtækið Fortuna sem framkvæmdi könnunina

Kosið verður til bæjarstjórnar í Kópavogi þann 29.maí næstkomandi. Kópavogur er annað fjölmennasta sveitarfélag landsins á eftir Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa hafa meirihluta í bæjarfélaginu síðastliðin 20 ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×