Innlent

Andrés aðstoðar Álfheiði

Andrés Ingi Jónsson hefur tekið við sem aðstoðarmaður Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra.
Andrés Ingi Jónsson hefur tekið við sem aðstoðarmaður Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra.
Andrés Ingi Jónsson hefur tekið við sem aðstoðarmaður Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra. Hann mun leysa Lísu Kristjánsdóttur af, sem fer í fæðingarorlof - en hún á von á sínu þriðja barni á næstu vikum.

Andrés Ingi hefur undanfarnar vikur starfað sem upplýsingafulltrúi heilbrigðisráðuneytisins og leysti áður af sem upplýsingafulltrúi umhverfisráðuneytisins. Áður var hann verkefnisstjóri hjá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, en þar á undan blaðamaður á 24 stundum.

Andrés er með meistarapróf í alþjóðastjórnmálum frá University of Sussex og BA-gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×