Innlent

Þrír óku undir áhrifum fíkniefna

Mynd/Pjetur
Lögreglan á Selfossi handtók þrjá menn í síðustu viku sem grunaðir voru um að aka undir áhrifum fíkniefna. Smávegis af fíkniefnum fundust í fórum tveggja þeirra.

Þá kemur fram í dagbók lögreglunnar að aðfaranótt sunnudags var brotin rúða í húsi Hvítasunnusafnaðarins við Austurveg 40 á Selfossi. Lögreglan biður þá sem veitt geta upplýsingar um þann sem það gerði að hringja í síma 480-1010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×