Fótbolti

Ghana hafði áhuga á Mourinho

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Forráðamenn knattspyrnusambands Ghana hafa staðfest að sambandið skoðaði það alvarlega að fá José Mourinho, þjálfara Inter, með á HM sem tæknilegan ráðgjafa.

Málið var rætt á stjórnarfundi knattspyrnusambandsins og ákveðið var að hafa samband við Mourinho ef þjálfarinn, Milovan Rajevac, hefði áhuga á að fá Mourinho til aðstoðar.

Þjálfarinn taldi það ekki vera nauðsynlegt og eflaust vildi hann ekki hafa Portúgalann hangandi yfir sér á meðan hann reyndi að stýra liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×