Innlent

Hótaði fimm lögreglumönnum lífláti

Maðurinn hótaði fimm lögreglumönnum ítrekað lífláti aðfaranótt 24. ágúst 2008. Fyrir það hlaut hann skilorðsbundinn dóm.
Maðurinn hótaði fimm lögreglumönnum ítrekað lífláti aðfaranótt 24. ágúst 2008. Fyrir það hlaut hann skilorðsbundinn dóm.
Karlmaður sem hótaði fimm lögreglumönnum ítrekað lífláti í ágúst 2008 hlaut í dag eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi. Maðurinn sem er 26 ára gamall hótaði lögreglumönnunum í lögreglubifreið á leið frá veitingastað við Tryggvagötu í Reykjavík að lögreglustöðinni við Hverfisgötu og í fangamóttöku lögreglustöðvarinnar. Maðurinn játaði brot sitt. Hann hefur ekki áður gerst brotlegur við lög.

Brot mannsins beindist að lögreglumönnum við skyldustörf og ber að líta það alvarlegum augum, að mati Héraðsdóms Reykjaness. Rannsókn málsins og útgáfa ákæru dróst og telur héraðsdómur það aðfinnsluvert. Með vísan til þess taldi dómurinn að eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi væri hæfileg refsing.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×