Sjö ára stelpur vildu fá lánaða hunda til að „bíta krakka“ Erla Hlynsdóttir skrifar 18. nóvember 2010 09:58 Stúlkunum fannst heillandi hvað Schafer-hundarnir hennar Ástu Maríu voru stórir. Eigandi tveggja Schafer-hunda hefur áhyggjur af því að fólk sé að lána börnum hundana sína og leyfa þeim að fara einum með þá út í göngutúr. Hún segist nýverið hafa fengið beiðni frá ókunnugum sjö ára stelpum sem vildu fara út með hundana hennar en þegar hún spurðist nánar fyrir ætluðu stelpurnar að siga hundunum á önnur börn. Hundum þarf jafnvel að lóga ef þeir ráðast að fólki og skiptir þá engu að þeir hafi mögulega verið í umsjá barna þegar alvarleg atvik gerast. Þannig er það skylda hundaeigenda að tryggja að hundarnir þeirra fari ekki út nema með ábyrgum aðilum sem ráða fullkomlega við þá. Af umræðum á spjallsíðum hundaeigenda að dæma er þó nokkuð um að börn gangi í hús til að fá lánaða hunda.Geta bitið ef þeim er ógnað „Þær báðu mig fyrst um að fá þá lánaða í göngutúr. Þegar ég sagði þeim að þær gætu ekki borið ábyrgð á hundunum þar sem þeir eru stórir og þungir, báðu þær mig um að leyfa sér að sjá þá," segir Ásta María H. Jensen, eigandi Schafer-hundanna Heklu og Skugga, í samtali við Vísi. Hún fór þá með stelpurnar inn í garð og sýndi þeim hundana. „Þegar ég spurði hvort þær væru vissar að þær myndu ráða við svona hunda, sögðu þær að það væri ekki víst. Þær spurðu mig þá hvort þeir bíta og ég sagði að þeir gætu það ef þeim finnst þeim ógnað. Þær sögðu mér þá að þær ætluðu að fá þá lánaða til að bíta krakka. Ég sagði þá hastarlega við þær að það ætti ekki að láta hunda bíta krakka og ef það gerist er möguleiki á að hundurinn sé drepinn. Ég spurði svo hvort þær vildu láta drepa hundana mína. Þær neituðu því," segir Ásta María.Hekla og Skuggi eru feðgin. Þó þau séu góðir hundar þarf styrkan og ábyrgan aðila til að fara með þau út, eins og Ásta María veit.Hundar eru ekki leikföng Eftir þessa reynslu varð hún mjög áhyggjufull yfir því að fólk sé mögulega að lána hundana sína ungum krökkum án þess að gera sér grein fyrir hvað börnin ætla að gera við hundana. Hún hóf umræðu um þessi mál á spjallsíðu hundaeigenda, Hundaspjall, og þar kom í ljós að nokkuð er um að börn ganga í hús til að fá lánaða hunda. Flestir neita börnunum. Ásta María segist þó vel geta skilið að mörgum hundaeigendum sem hafa mikið að gera finnist þægilegt að geta látið fara út með hundinn fyrir sig. Fólk þurfi þó að gera sér grein fyrir að hundar eru ekki leikföng. „Hundar eru ekki og hafa aldrei verið krakkaleikföng," segir einn hundaeigandinn á spjallsíðunni. Annar segist oft hafa fengið beiðnir frá ókunnugum börnum um að fara út með hundinn: „Þegar ég átti fyrstu tíkina mína Trixy sem var hrikalega stór rottweiler og stærri en kálfur (grínlaust) komu reglulega krakkar og spurðu hvort þeir mættu fara út að labba með hana og ég sagði auðvitað alltaf nei, enda ekkert djók hvað þessir hundar geta togað ef þeir vilja."Spenntar fyrir lögregluhundum Ásta María segir að það virðist hafa heillað stúlkurnar sérstaklega hvað hundarnir hennar eru stórir. „Þær spurðu mig hvort þetta væru lögregluhundar en ég neitaði því. Þær spurðu þá hvort það væri hægt að kenna þeim að vera lögregluhundar og ég sagði að allt væri mögulegt en að það væri ekki leyfilegt að kenna hundum að vera lögregluhundar nema að lögreglan eigi hundinn. Þær vildu meina að þetta væru ógnvænlegir hundar og höfðu mikinn áhuga á hvað þeir væru ógnandi," segir hún. Ásta María vonast til að vitundarvakning verði hjá því fólki sem hefur verið að leyfa ókunnugum börnum að fara út með hundana sína.Tengill:Hundaspjallið Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira
Eigandi tveggja Schafer-hunda hefur áhyggjur af því að fólk sé að lána börnum hundana sína og leyfa þeim að fara einum með þá út í göngutúr. Hún segist nýverið hafa fengið beiðni frá ókunnugum sjö ára stelpum sem vildu fara út með hundana hennar en þegar hún spurðist nánar fyrir ætluðu stelpurnar að siga hundunum á önnur börn. Hundum þarf jafnvel að lóga ef þeir ráðast að fólki og skiptir þá engu að þeir hafi mögulega verið í umsjá barna þegar alvarleg atvik gerast. Þannig er það skylda hundaeigenda að tryggja að hundarnir þeirra fari ekki út nema með ábyrgum aðilum sem ráða fullkomlega við þá. Af umræðum á spjallsíðum hundaeigenda að dæma er þó nokkuð um að börn gangi í hús til að fá lánaða hunda.Geta bitið ef þeim er ógnað „Þær báðu mig fyrst um að fá þá lánaða í göngutúr. Þegar ég sagði þeim að þær gætu ekki borið ábyrgð á hundunum þar sem þeir eru stórir og þungir, báðu þær mig um að leyfa sér að sjá þá," segir Ásta María H. Jensen, eigandi Schafer-hundanna Heklu og Skugga, í samtali við Vísi. Hún fór þá með stelpurnar inn í garð og sýndi þeim hundana. „Þegar ég spurði hvort þær væru vissar að þær myndu ráða við svona hunda, sögðu þær að það væri ekki víst. Þær spurðu mig þá hvort þeir bíta og ég sagði að þeir gætu það ef þeim finnst þeim ógnað. Þær sögðu mér þá að þær ætluðu að fá þá lánaða til að bíta krakka. Ég sagði þá hastarlega við þær að það ætti ekki að láta hunda bíta krakka og ef það gerist er möguleiki á að hundurinn sé drepinn. Ég spurði svo hvort þær vildu láta drepa hundana mína. Þær neituðu því," segir Ásta María.Hekla og Skuggi eru feðgin. Þó þau séu góðir hundar þarf styrkan og ábyrgan aðila til að fara með þau út, eins og Ásta María veit.Hundar eru ekki leikföng Eftir þessa reynslu varð hún mjög áhyggjufull yfir því að fólk sé mögulega að lána hundana sína ungum krökkum án þess að gera sér grein fyrir hvað börnin ætla að gera við hundana. Hún hóf umræðu um þessi mál á spjallsíðu hundaeigenda, Hundaspjall, og þar kom í ljós að nokkuð er um að börn ganga í hús til að fá lánaða hunda. Flestir neita börnunum. Ásta María segist þó vel geta skilið að mörgum hundaeigendum sem hafa mikið að gera finnist þægilegt að geta látið fara út með hundinn fyrir sig. Fólk þurfi þó að gera sér grein fyrir að hundar eru ekki leikföng. „Hundar eru ekki og hafa aldrei verið krakkaleikföng," segir einn hundaeigandinn á spjallsíðunni. Annar segist oft hafa fengið beiðnir frá ókunnugum börnum um að fara út með hundinn: „Þegar ég átti fyrstu tíkina mína Trixy sem var hrikalega stór rottweiler og stærri en kálfur (grínlaust) komu reglulega krakkar og spurðu hvort þeir mættu fara út að labba með hana og ég sagði auðvitað alltaf nei, enda ekkert djók hvað þessir hundar geta togað ef þeir vilja."Spenntar fyrir lögregluhundum Ásta María segir að það virðist hafa heillað stúlkurnar sérstaklega hvað hundarnir hennar eru stórir. „Þær spurðu mig hvort þetta væru lögregluhundar en ég neitaði því. Þær spurðu þá hvort það væri hægt að kenna þeim að vera lögregluhundar og ég sagði að allt væri mögulegt en að það væri ekki leyfilegt að kenna hundum að vera lögregluhundar nema að lögreglan eigi hundinn. Þær vildu meina að þetta væru ógnvænlegir hundar og höfðu mikinn áhuga á hvað þeir væru ógnandi," segir hún. Ásta María vonast til að vitundarvakning verði hjá því fólki sem hefur verið að leyfa ókunnugum börnum að fara út með hundana sína.Tengill:Hundaspjallið
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira