Bækur Arnaldar og Njála voru góður undirbúningur 18. nóvember 2010 21:30 Enski glæpasagnahöfundurinn Michael Ridpath er að kynna sína nýjustu bók, Hringnum lokað. Fréttablaðið/Anton Fyrsta glæpasagan af mörgum um lögreglumanninn Magnús Jónsson er nýkomin út. Höfundur er enski rithöfundurinn Michael Ridpath, sem er heillaður af Íslandi. Enski glæpasagnahöfundurinn Michael Ridpath var staddur hér á landi fyrir skömmu til að kynna sína nýjustu bók, Hringnum lokað. Bókin, sem hefur fengið góða dóma erlendis, fjallar um rannsóknarlögreglumanninn Magnús Jónsson sem hefur verið búsettur í Boston en leitar skjóls á Íslandi eftir að hafa ekki komið heim í tuttugu ár. „Ég hef skrifað átta fjármálatrylla en mig langaði að breyta um og skrifa glæpasögur um leynilögreglumann. Ég vildi skrifa um einhvern sem væri frá landi sem fólk þekkir ekki vel en hefur áhuga á,“ segir Ridpath, sem kom fyrst hingað til lands 1995 til að kynna bók sína Myrkraverk. Ridpath ákvað að kynna sér Ísland betur og las meðal annars Njálu, glæpasögur Arnaldar Indriðasonar og fyrstu bók Yrsu Sigurðardóttur. „Njála er áhugaverð saga því þetta er lögfræðitryllir. Setningarnar eru stuttar og persónusköpunin er knöpp. Hún er eins og góð nútímaglæpasaga og ég hafði mjög gaman af henni,“ segir Ridpath. Hann er einnig hrifinn af bókum Arnaldar en passaði sig á því að herma ekki eftir honum. „Erlendur er gamaldags maður í nútímalegu samfélagi og Arnaldi tekst vel upp með hann. Ég vildi ekki búa til persónu eins og Erlend enda er ég ekki Íslendingur og get það ekki. Þess vegna ákvað ég að hafa Magnús hálfgerðan útlending sem kemur aftur heim. Hann er því öðruvísi en Erlendur og er með allt annað sjónarhorn á samfélagið.“ Ridpath er hrifinn af íslensku þjóðinni. Hátt menntunarstig og bókmenntaáhuginn heillar hann og einnig dugnaður fólksins og húmorinn, sem svipar til hins kaldhæðnislega enska húmors. „Þessar andstæður á milli hins gamla og nýja eru líka miklar. Reykjavík er ný og tæknileg borg en á hinn bóginn var Ísland mjög fátækt land árið 1940. Öll hjátrúin og gamli tíminn er rétt undir yfirborðinu. Ömmur allra virðast hafa talað við álf og það finnst mér áhugavert,“ segir hann og hlær. Höfundurinn ætlar að skrifa margar bækur um Magnús Jónsson og hefur þegar lokið við bók númer tvö. Hún gerist á Vesturlandi og dvaldi Ridpath þar í nokkra daga til að kynna sér umhverfið. „Hún fjallar um bankahrunið á Íslandi og er skrifuð út frá sjónarhóli fórnarlambanna,“ útskýrir hann. Ridpath segist finna til með Íslendingum eftir að kreppan skall á og telur að þeir hafi verið sérlega óheppnir. „Við höfum öll heyrt um slæma bankamenn en ykkar skemmdu meira fyrir en aðrir. Þeir misstu stjórn á hlutunum,“ segir hann og bætir við að hryðjuverkalögin sem breska ríkisstjórnin setti á Íslendinga hafi verið fáránleg. „Ég skammast mín fyrir það og biðst afsökunar. Ég held að breska ríkisstjórnin átti sig ekki á því hversu móðgandi þetta var, sérstaklega fyrir eins friðsæla þjóð og Ísland.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Sjá meira
Fyrsta glæpasagan af mörgum um lögreglumanninn Magnús Jónsson er nýkomin út. Höfundur er enski rithöfundurinn Michael Ridpath, sem er heillaður af Íslandi. Enski glæpasagnahöfundurinn Michael Ridpath var staddur hér á landi fyrir skömmu til að kynna sína nýjustu bók, Hringnum lokað. Bókin, sem hefur fengið góða dóma erlendis, fjallar um rannsóknarlögreglumanninn Magnús Jónsson sem hefur verið búsettur í Boston en leitar skjóls á Íslandi eftir að hafa ekki komið heim í tuttugu ár. „Ég hef skrifað átta fjármálatrylla en mig langaði að breyta um og skrifa glæpasögur um leynilögreglumann. Ég vildi skrifa um einhvern sem væri frá landi sem fólk þekkir ekki vel en hefur áhuga á,“ segir Ridpath, sem kom fyrst hingað til lands 1995 til að kynna bók sína Myrkraverk. Ridpath ákvað að kynna sér Ísland betur og las meðal annars Njálu, glæpasögur Arnaldar Indriðasonar og fyrstu bók Yrsu Sigurðardóttur. „Njála er áhugaverð saga því þetta er lögfræðitryllir. Setningarnar eru stuttar og persónusköpunin er knöpp. Hún er eins og góð nútímaglæpasaga og ég hafði mjög gaman af henni,“ segir Ridpath. Hann er einnig hrifinn af bókum Arnaldar en passaði sig á því að herma ekki eftir honum. „Erlendur er gamaldags maður í nútímalegu samfélagi og Arnaldi tekst vel upp með hann. Ég vildi ekki búa til persónu eins og Erlend enda er ég ekki Íslendingur og get það ekki. Þess vegna ákvað ég að hafa Magnús hálfgerðan útlending sem kemur aftur heim. Hann er því öðruvísi en Erlendur og er með allt annað sjónarhorn á samfélagið.“ Ridpath er hrifinn af íslensku þjóðinni. Hátt menntunarstig og bókmenntaáhuginn heillar hann og einnig dugnaður fólksins og húmorinn, sem svipar til hins kaldhæðnislega enska húmors. „Þessar andstæður á milli hins gamla og nýja eru líka miklar. Reykjavík er ný og tæknileg borg en á hinn bóginn var Ísland mjög fátækt land árið 1940. Öll hjátrúin og gamli tíminn er rétt undir yfirborðinu. Ömmur allra virðast hafa talað við álf og það finnst mér áhugavert,“ segir hann og hlær. Höfundurinn ætlar að skrifa margar bækur um Magnús Jónsson og hefur þegar lokið við bók númer tvö. Hún gerist á Vesturlandi og dvaldi Ridpath þar í nokkra daga til að kynna sér umhverfið. „Hún fjallar um bankahrunið á Íslandi og er skrifuð út frá sjónarhóli fórnarlambanna,“ útskýrir hann. Ridpath segist finna til með Íslendingum eftir að kreppan skall á og telur að þeir hafi verið sérlega óheppnir. „Við höfum öll heyrt um slæma bankamenn en ykkar skemmdu meira fyrir en aðrir. Þeir misstu stjórn á hlutunum,“ segir hann og bætir við að hryðjuverkalögin sem breska ríkisstjórnin setti á Íslendinga hafi verið fáránleg. „Ég skammast mín fyrir það og biðst afsökunar. Ég held að breska ríkisstjórnin átti sig ekki á því hversu móðgandi þetta var, sérstaklega fyrir eins friðsæla þjóð og Ísland.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Sjá meira