Íslenski boltinn

Sindri Snær skrifar undir hjá Val

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sindri Snær. Mynd/heimasíða Vals.
Sindri Snær. Mynd/heimasíða Vals.

Meistaraflokkur karla hjá Val bætti við sig markverði í dag þegar Sindri Snær Jensson skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Sindri kemur til Vals frá Þrótti.

Hann er 24 ára gamall og lék 16 leiki í úrvalsdeild árið 2009. Hann tók sér hlé frá knattspyrnuiðkun síðasta sumar vegna meiðsla.

Eftir því sem fram kemur á heimasíðu Vals ætlar Sindri sér að komast í leikform og veita öðrum markvörðum liðsins samkeppni næsta sumar.

Kjartan Sturluson mun ekki leika áfram með Val þar sem hann fékk ekki nýjan samning.

Þá var greint frá því á Fótbolta.net í dag að Færeyingurinn Christian Mouritsen hefði gert tveggja ára samning við Val. Hann er þriðji leikmaðurinn frá Færeyjum sem gengur til liðs við félagið síðan að Kristján Guðmundsson tók við þjálfun liðsins í haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×