Enginn hefur yfirsýn yfir öryggismál 20. júlí 2010 04:00 Stofnunum sem starfa í öryggismálum og gegn hryðjuverkum fjölgaði mikið undir stjórn George W. Bush og fengu margar þeirra hærri upphæðir frá ríkinu en þær gátu eytt. fréttablaðið/úr safni Umfang leyniþjónustu í Bandaríkjunum er orðið svo mikið og þunglamalegt að enginn veit hversu mikið hún kostar, hversu margir starfa í henni, hversu mörg verkefni eru í vinnslu innan hennar eða nákvæmlega hversu margar stofnanir gera það sama. Þetta kemur fram í frétt blaðsins Washington Post, sem hefur rannsakað starfsemina í tvö ár. Ómögulegt er að segja til um það hversu áhrifaríkar aðgerðir Bandaríkjamanna í öryggismálum og baráttunni gegn hryðjuverkum hafa verið frá 11. september 2001 vegna þessa. Blaðið lýsir því sem svo að í raun sé um að ræða leynilegan heim í Bandaríkjunum sem sé hulinn almenningi og enginn hafi í raun yfirsýn yfir. Mörg verkefni eru aðeins á vitorði helstu yfirmanna og finnast því hvergi í opinberum skrám. Tæplega þrettán hundruð opinberar stofnanir og hátt í tvö þúsund einkafyrirtæki starfa við þessi mál á tíu þúsund stöðum víðs vegar um landið. Að minnsta kosti fimmtungur þeirra varð til eftir hryðjuverkaárásirnar hinn 11. september 2001, eða 263 stofnanir. Margar stofnananna sem voru til fyrir hafa stækkað gífurlega mikið síðan árásirnar voru gerðar. Svo virðist sem fjölmargar stofnanir vinni sama verkið, til dæmis fylgist 51 stofnun í fimmtán borgum landsins með peningaflæði til og frá hryðjuverkasamtökum. Um 1,7 milljarðar tölvubréfa, símtala og annars konar samskipta er vistaður hjá öryggisstofnunum á hverjum degi, en engin þeirra kemst nálægt því að ná að fara í gegnum allt magnið. Þá eru svo margar skýrslur gefnar út af þessum stofnunum að þær gera lítið gagn. Margar fara algjörlega fram hjá þeim sem eiga að lesa þær. Varnarmálaráðherrann Robert M. Gates sagði í viðtali við blaðið í síðustu viku að vegna vaxtar þessa geira sé erfitt að ná utan um alla starfsemina. Hann sagðist þó ekki telja að kerfið sé orðið of stórt til að það sé hægt, en viðurkenndi að erfitt geti reynst að fá nákvæmar upplýsingar. Washington Post ætlar að birta annan og þriðja hluta rannsóknar sinnar í dag og á morgun. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Sjá meira
Umfang leyniþjónustu í Bandaríkjunum er orðið svo mikið og þunglamalegt að enginn veit hversu mikið hún kostar, hversu margir starfa í henni, hversu mörg verkefni eru í vinnslu innan hennar eða nákvæmlega hversu margar stofnanir gera það sama. Þetta kemur fram í frétt blaðsins Washington Post, sem hefur rannsakað starfsemina í tvö ár. Ómögulegt er að segja til um það hversu áhrifaríkar aðgerðir Bandaríkjamanna í öryggismálum og baráttunni gegn hryðjuverkum hafa verið frá 11. september 2001 vegna þessa. Blaðið lýsir því sem svo að í raun sé um að ræða leynilegan heim í Bandaríkjunum sem sé hulinn almenningi og enginn hafi í raun yfirsýn yfir. Mörg verkefni eru aðeins á vitorði helstu yfirmanna og finnast því hvergi í opinberum skrám. Tæplega þrettán hundruð opinberar stofnanir og hátt í tvö þúsund einkafyrirtæki starfa við þessi mál á tíu þúsund stöðum víðs vegar um landið. Að minnsta kosti fimmtungur þeirra varð til eftir hryðjuverkaárásirnar hinn 11. september 2001, eða 263 stofnanir. Margar stofnananna sem voru til fyrir hafa stækkað gífurlega mikið síðan árásirnar voru gerðar. Svo virðist sem fjölmargar stofnanir vinni sama verkið, til dæmis fylgist 51 stofnun í fimmtán borgum landsins með peningaflæði til og frá hryðjuverkasamtökum. Um 1,7 milljarðar tölvubréfa, símtala og annars konar samskipta er vistaður hjá öryggisstofnunum á hverjum degi, en engin þeirra kemst nálægt því að ná að fara í gegnum allt magnið. Þá eru svo margar skýrslur gefnar út af þessum stofnunum að þær gera lítið gagn. Margar fara algjörlega fram hjá þeim sem eiga að lesa þær. Varnarmálaráðherrann Robert M. Gates sagði í viðtali við blaðið í síðustu viku að vegna vaxtar þessa geira sé erfitt að ná utan um alla starfsemina. Hann sagðist þó ekki telja að kerfið sé orðið of stórt til að það sé hægt, en viðurkenndi að erfitt geti reynst að fá nákvæmar upplýsingar. Washington Post ætlar að birta annan og þriðja hluta rannsóknar sinnar í dag og á morgun. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Sjá meira