Innlent

Á slysadeild eftir bílveltu

Þrír voru fluttir á Slysadeild Landsspítalans eftir að jeppi valt á Biskupstungnabraut um eitt leitið í nótt. Engin mun þó alvarlega slasaður.

Fyrr um kvöldið valt jeppi í Þrengslum og annar jeppi á Gjábakkavegi á Þingvöllum, en hvorugan ökumanninn sakaði.

Mikil hálka var á vegunum í öllum tilvikum og engin jeppanna var í framdrifi. Þeir voru auk þess allir á leið upp í móti þegar þeir ultu og kann því mótsaðan í óvirkum framdrifunum að hafa haft neikvæð áhrif á ökuhæfni þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×