Leikmynd Karls í The Hurt Locker meðal þeirra bestu 14. janúar 2010 06:00 Karl hefur verið tilnefndur til hinna virtu Art Directors Guild-verðlauna sem verða afhent 13. febrúar. fréttablaðið/pjetur „Þetta eru kannski þau verðlaun fyrir mig sem fagmann sem er hægt að taka mest mark á því þetta eru kollegar manns sem velja mann inn. Þetta eru svo hreinræktuð fagverðlaun,“ segir leikmyndahönnuðurinn Karl Júlíusson. Hann hefur verið tilnefndur til hinna virtu Art Directors Guild-verðlauna fyrir kvikmyndina The Hurt Locker sem fjallar um sprengjusérfræðinga í Írak. Karl segir þetta eftirsóknarverðari verðlaun en sjálfan Óskarinn. „Engin spurning, því þetta eru marktækir menn sem hafa tekið þessa ákvörðun hvað varðar mitt fag.“ Art Directors Guild-verðlaunin eru veitt í Bandaríkjunum á hverju ári fyrir leikmyndahönnun og listræna stjórnun bæði í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Auk The Hurt Locker eru tilnefndar í sama flokki, eða myndum sem gerast í nútímanum, þær Angels & Demons, The Hangover, The Lovely Bones og Up in the Air. Karl segir að tilnefningin hafi komið sér í opna skjöldu. „Já, það gerði það því þetta er mynd sem er ekkert rosalega stór í leikmyndalegu tilliti miðað við myndir almennt. Sem dæmi má nefna að það er ekki óalgengt að meðalstór kvikmynd hafi milli 100 og 150 leikmyndir á meðan þessi hafði á milli 35 og 40,“ segir Karl, sem hefur einnig unnið við myndir á borð við Antichrist, A Little Trip To Heaven, K-19, The Widowmaker og Dancer in the Dark. Karl segir óvíst hvort hann verði viðstaddur verðlaunaathöfnina í Beverly Hills 13. febrúar. „Ég verð að sjá til. Það fer eftir því hvernig málin æxlast og hvaða verkefni ég tek fyrir næst. Það sem ég hefði mestan áhuga á að gera, vegna þess að ég er kominn svo vel af stað með það, er víkingamynd Baltasars. Ég veit ekki hvort hún verður á næstunni eða hvort það verður bið á henni. En hún verður örugglega gerð. Síðan er ýmislegt annað eins og amerísk mynd sem á að skjóta í Mexíkó sem fjallar um mexíkósku eiturlyfjamafíuna,“ segir hann. Óskarsverðlaunin verða afhent 7. mars en Karl hefur litla trú á að hann hljóti náð fyrir augum akademíunnar. „Það eru períódumyndir sem eru hvað oftast tilnefndar þar,“ segir hann og á þar við myndir sem gerast ekki í nútímanum. „Þetta er lítil mynd í amerískum skilningi. Hún er gerð fyrir litla peninga og hún hefur ekki fengið allan þennan blástur sem hinar myndirnar hafa fengið, en maður tekur því bara eins og hverju öðru hundsbiti ef það kemur.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
„Þetta eru kannski þau verðlaun fyrir mig sem fagmann sem er hægt að taka mest mark á því þetta eru kollegar manns sem velja mann inn. Þetta eru svo hreinræktuð fagverðlaun,“ segir leikmyndahönnuðurinn Karl Júlíusson. Hann hefur verið tilnefndur til hinna virtu Art Directors Guild-verðlauna fyrir kvikmyndina The Hurt Locker sem fjallar um sprengjusérfræðinga í Írak. Karl segir þetta eftirsóknarverðari verðlaun en sjálfan Óskarinn. „Engin spurning, því þetta eru marktækir menn sem hafa tekið þessa ákvörðun hvað varðar mitt fag.“ Art Directors Guild-verðlaunin eru veitt í Bandaríkjunum á hverju ári fyrir leikmyndahönnun og listræna stjórnun bæði í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Auk The Hurt Locker eru tilnefndar í sama flokki, eða myndum sem gerast í nútímanum, þær Angels & Demons, The Hangover, The Lovely Bones og Up in the Air. Karl segir að tilnefningin hafi komið sér í opna skjöldu. „Já, það gerði það því þetta er mynd sem er ekkert rosalega stór í leikmyndalegu tilliti miðað við myndir almennt. Sem dæmi má nefna að það er ekki óalgengt að meðalstór kvikmynd hafi milli 100 og 150 leikmyndir á meðan þessi hafði á milli 35 og 40,“ segir Karl, sem hefur einnig unnið við myndir á borð við Antichrist, A Little Trip To Heaven, K-19, The Widowmaker og Dancer in the Dark. Karl segir óvíst hvort hann verði viðstaddur verðlaunaathöfnina í Beverly Hills 13. febrúar. „Ég verð að sjá til. Það fer eftir því hvernig málin æxlast og hvaða verkefni ég tek fyrir næst. Það sem ég hefði mestan áhuga á að gera, vegna þess að ég er kominn svo vel af stað með það, er víkingamynd Baltasars. Ég veit ekki hvort hún verður á næstunni eða hvort það verður bið á henni. En hún verður örugglega gerð. Síðan er ýmislegt annað eins og amerísk mynd sem á að skjóta í Mexíkó sem fjallar um mexíkósku eiturlyfjamafíuna,“ segir hann. Óskarsverðlaunin verða afhent 7. mars en Karl hefur litla trú á að hann hljóti náð fyrir augum akademíunnar. „Það eru períódumyndir sem eru hvað oftast tilnefndar þar,“ segir hann og á þar við myndir sem gerast ekki í nútímanum. „Þetta er lítil mynd í amerískum skilningi. Hún er gerð fyrir litla peninga og hún hefur ekki fengið allan þennan blástur sem hinar myndirnar hafa fengið, en maður tekur því bara eins og hverju öðru hundsbiti ef það kemur.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira