Lífið

Ragnheiður í Fríkirkjunni

Ragnheiður Gröndal
Ragnheiður Gröndal
Söngkonan Ragnheiður Gröndal heldur tónleika í Fríkirkjunni 21. janúar í tilefni af útkomu plötunnar Tregagás sem kom út fyrir jólin. Á tónleikunum verða spiluð íslensk þjóðlög bæði af Tregagás og plötunni Þjóðlög sem kom út 2006. Með Ragnheiði leika þeir Guðmundur Pétursson á gítar, Haukur Gröndal á klarínett og þeir Matthías M.D. Hemstock og Birgir Baldursson á slagverk. Húsið opnar kl. 20 og tónleikarnir hefjast kl. 21. Miðasalan fer fram á Midi.is og er miðaverð 2.500 krónur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.