Innlent

Eldgosið stórskaðar blómaframleiðslu í Kenía

Blómaframleiðsla í Kenía verður fyrir alvarlegum skaða vegna eldgossins.
Blómaframleiðsla í Kenía verður fyrir alvarlegum skaða vegna eldgossins.

Eldgosið í Eyjafjallajökli er að stórskaða blómaframleiðslu í Kenía. Blómaframleiðendur þar í landi tapa þremur milljónum dollara á dag vegna öskufallsins en öll flugumferð liggur niðri vegna gossins og því geta blómaframleiðendur ekki flutt framleiðslu sína til Evrópu.

Kenía framleiðir gríðarlega mikið af rósum en einn þriðji af blómum sem eru seld innan Evrópusambandsins eru framleidd í Kenía.

Skaðinn telur nú þegar um tólf milljónir dollara en framleiðendur hafa ýmist þurft að farga blómunum eða gefa þau. Blómaframleiðsla í Kenía nemur um 23 prósent af landsframleiðslu þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×