Innlent

Lá við stórtjóni

Minnstu munaði að stórtjón yrði, þegar eldur kviknaði í ruslagámi við félagsheimilið Félagslund í Gaulverjabæjarhreppi suðuaustur af Selfossi á tólfta tímanum í gærkvöldi.

Rúður voru farnar að brotna í húsinu og reyk að leggja inn í það, þegar slökkviliðið á Selfossi kom á vettvang og slökkti eldinn. Íbúi í grennd við félagsheimilið varð eldsins var fyrir tilviljun og lét strax vita.

Eldsupptök eru ókunn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×