Innlent

Icelandair flýgur til Bretlands og Norðurlanda á morgun

Icelandair mun fljúga samkvæmt áætlun á í fyrramálið, þriðjudagsmorgun 20. apríl, til Stokkhólms og Osló.

Í tilkynningu segir að síðdegis verði flogið samkvæmt áætlun til Kaupmannahafnar, London, Boston, New York og Orlando.

Aukaflug hefur verið ákveðið til Stokkhólms og Glasgow frá Keflavíkurflugvelli klukkan 08.00 í fyrramálið.

Morgunflug til Kaupmannahafnar og Amsterdam á morgun hefur verið fellt niður. Morgunflugi til London hefur verið seinkað til klukkan 17.00 síðdegis

Sem fyrr er sérstök athygli vakin á því að breytingar geta orðið með stuttum fyrirvara, og eru farþegar hvattir til þess að fylgjast vel með fréttum, komu- og brottfarartímum á textavarpi og vefmiðlum og upplýsingum á icelandair.is áður en farið er til Keflavíkurflugvallar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×