Handrukkar pabba Ólafs Ragnars í auglýsingu 12. janúar 2010 08:00 Toggi sýnir húðflúrin sín tvö, þar á meðal hið nýja með áletruninni Crazy like a fox. Hann viðurkennir að hann sé snargeggjaður.fréttablaðið/stefán „Þetta var algjör snilld, geðveikt gaman," segir Þorgeir Gunnarsson, eða Toggi. „Ég væri alveg til í að gera þetta oftar." Toggi verður brátt einn frægasti dvergur landsins því nýverið lék hann í sjónvarpsauglýsingu um smálán í leikstjórn popparans Björns Jörundar Friðbjörnssonar. Hún verður frumsýnd í vor og á vafalítið eftir að vekja mikla athygli. Þar er Toggi í hlutverki handrukkara sem krefur pabba Ólafs Ragnars úr Fangavaktinni um greiðslu, sem Júlíus Brjánsson túlkar rétt eins og í þáttunum. Þrátt fyrir að leikurinn í auglýsingunni sé að baki hefur hinn smái en knái Toggi ekki sagt skilið við skemmtanabransann því nýlega fékk hann starf á skemmtistaðnum Sódóma Reykjavík eftir að hafa áður starfað á leikskóla. Á Sódómu nýtur hann sín mjög vel og er bara sáttur við Guð og menn. „Ég er ekkert að fara að hætta þarna. Ég er að tína saman glös og bara það sem er hægt að gera á bar, ég er í því öllu," segir hann og áréttar að smæð sín hái sér ekkert í starfinu. „Ef það er eitthvert vandamál bjarga ég mér með stól eða einhverju. Á barborðinu þar sem starfsmennirnir eru við barinn er búið að raða rauðum kókkössum þar sem ég hleyp eftir eða stend upp á, þannig að ég næ alls staðar upp á barborðið." Starfið á Sódómu fékk hann þegar hann fór þangað eitt kvöldið að skemmta sér. „Ég labba þarna inn og mæti Eyfa og Össuri [eigendum staðarins] í stiganum. Þeir spyrja hvað ég heiti og spyrja síðan hvort ég vilji vinnu og ég þigg það." segir Toggi, sem í ofanálag skartar tveimur húðflúrum. Áletrun nýrra húðflúrsins er Crazy like a fox, hvorki meira né minna. „Ég er alveg snargeggjaður," viðurkennir hann og hlær. Togga er alls ekkert illa við að vera kallaður dvergur og reynir bara að gera gott úr hlutunum. „Ég geri alltaf grín að sjálfum mér. Það er ekkert gaman að því að vera svona ef maður hefur ekki húmor fyrir þessu." freyr@frettabladid.is Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Sjá meira
„Þetta var algjör snilld, geðveikt gaman," segir Þorgeir Gunnarsson, eða Toggi. „Ég væri alveg til í að gera þetta oftar." Toggi verður brátt einn frægasti dvergur landsins því nýverið lék hann í sjónvarpsauglýsingu um smálán í leikstjórn popparans Björns Jörundar Friðbjörnssonar. Hún verður frumsýnd í vor og á vafalítið eftir að vekja mikla athygli. Þar er Toggi í hlutverki handrukkara sem krefur pabba Ólafs Ragnars úr Fangavaktinni um greiðslu, sem Júlíus Brjánsson túlkar rétt eins og í þáttunum. Þrátt fyrir að leikurinn í auglýsingunni sé að baki hefur hinn smái en knái Toggi ekki sagt skilið við skemmtanabransann því nýlega fékk hann starf á skemmtistaðnum Sódóma Reykjavík eftir að hafa áður starfað á leikskóla. Á Sódómu nýtur hann sín mjög vel og er bara sáttur við Guð og menn. „Ég er ekkert að fara að hætta þarna. Ég er að tína saman glös og bara það sem er hægt að gera á bar, ég er í því öllu," segir hann og áréttar að smæð sín hái sér ekkert í starfinu. „Ef það er eitthvert vandamál bjarga ég mér með stól eða einhverju. Á barborðinu þar sem starfsmennirnir eru við barinn er búið að raða rauðum kókkössum þar sem ég hleyp eftir eða stend upp á, þannig að ég næ alls staðar upp á barborðið." Starfið á Sódómu fékk hann þegar hann fór þangað eitt kvöldið að skemmta sér. „Ég labba þarna inn og mæti Eyfa og Össuri [eigendum staðarins] í stiganum. Þeir spyrja hvað ég heiti og spyrja síðan hvort ég vilji vinnu og ég þigg það." segir Toggi, sem í ofanálag skartar tveimur húðflúrum. Áletrun nýrra húðflúrsins er Crazy like a fox, hvorki meira né minna. „Ég er alveg snargeggjaður," viðurkennir hann og hlær. Togga er alls ekkert illa við að vera kallaður dvergur og reynir bara að gera gott úr hlutunum. „Ég geri alltaf grín að sjálfum mér. Það er ekkert gaman að því að vera svona ef maður hefur ekki húmor fyrir þessu." freyr@frettabladid.is
Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Sjá meira