Lífið

Bók Yesmine kemst í úrslit

Mikill heiður
Yesmine Olsson segir velgengni matreiðslubókar sinnar, Framandi og freistandi, indversk og arabísk matreiðsla, hafa komið sér skemmtilega á óvart.
Mikill heiður Yesmine Olsson segir velgengni matreiðslubókar sinnar, Framandi og freistandi, indversk og arabísk matreiðsla, hafa komið sér skemmtilega á óvart.
Yesmine Olsson, Framandi og freistandi, indversk og arabísk matreiðsla, var tilnefnd til Gourmand World Cookbook-verðlaunanna í flokknum besta asíska matreiðslubókin fyrir skemmstu. Bókin er nú komin í úrslit.

24 bækur voru tilnefndar í flokki asískrar matreiðslu en aðeins fjórar keppa til úrslita og er bók Yesmine þar á meðal. „Þetta kom mér mjög á óvart, það er svolítið fyndið að íslensk bók um indverska matargerð skuli vera að keppa til úrslita í þessum flokki," segir Yesmine sem verður viðstödd bókamessuna sem hefst 11. febrúar. Hún segir dómarana hafa heillast af hugmyndinni í kringum bókina þar sem réttir úr bókinni eru reiddir fram við Bollywoodtónlist og dans líkt og í Turninum í Kópavogi. Að auki hafa skipuleggjendur bókamessunnar boðið Yesmine að opna hátíðina með Bollywood-sýningu sinni og mun Yesmine syngja eitt sönglag á hindí við það tækifæri auk þess sem hún mun sýna nokkra dansa.

Hún segist vera spennt en taugaóstyrk yfir því að koma fram á hátíðinni og segist helst kvíða því að þurfa að elda fyrir mannskapinn. „Ég viðurkenni það fúslega að ég kvíði því mest að þurfa að elda fyrir fólkið því ég er enginn kokkur þó ég elski að elda. Það er mikið af þekktum kokkum sem taka þátt og Jamie Oliver hefur meðal annars unnið til verðlauna á þessari hátíð," segir Yesmine. Arngrímur Fannar Haraldsson, eiginmaður hennar, mun ferðast með henni til Frakklands, en hann vann að útgáfu bókarinnar ásamt Yesmine. - sm.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.